Gerum ímyndina sanna!
17.5.2009 | 09:06
Þetta var sigur fegurðarinnar, hinnar óspilltu hreinu fegurðar, hin unga óspillta fjallkona sigraði í líki Jóhönnu Guðrúnar. Hreinleikinn, þar var sem blár himinninn rennur saman við bláhvítan jökulinn og hverfur í bláma hafsins, höfrungur tákn friðurnar, seglskip tákn hinnar hreinu endurnýtanlegu orku þetta var sigur hins óspillta. Ósigur þeirra sem hafa allt uppumsig, ósigur þess sem gerir út á yfirborðsmennskuna. Til hamingju með annað sætið. Verðum sú þjóð, það land sem þessi ímynd gekk út á. Gerum hana sanna. Hún gæti verið sönn.
Ísland í 2. sæti í Moskvu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Söngvakeppni Evrópu er samnefnari fyrir tónlistarlega lágkúru. Ekki bægir gamalkunnur þjóðernisrembingur úr skák. Ekki vil ég að landið verði eins og þetta froðupopplag.
Sigurður Þór Guðjónsson, 17.5.2009 kl. 13:06
Baldur: Það er hverju orði sannara. Ég skil hvað þú meinar.
Ennfremur: það þarf ekki endilega að tengja svona fagrar ímyndir við einstaka þjóð, Ísland né aðra, heldur einnig allan hinn siðmenntaða heim.
Kristinn Snævar Jónsson, 18.5.2009 kl. 00:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.