Sportidjótar lélegur þrýstihópur!

Ég spái því að Manchester City og Tottenham Hotspur berjist um fjórða sætið á næsta tímabili og Spurs velti Arsenal úr topp fjórum.  Það fornfræga Lundúnarlið hefur hafið tímabundið hnignunarskeið í kjölfarið á því að hafa byggt nýjan og glæsilegan leikvang -þekkt tema. Síðan vona ég að stjórnendur Stöðvar 2 bjóði ekki allt of hátt í þetta stundum í hófi ágæta sjónvarpsefni.  Ég keypti Stöð2 sport og Stöð 2 sport 2 í apríl fyrir 14.000 krónur bara til að komast að því að þeir tveir/þrír leikir sem ég ætlaði að horfa á voru á Stöð2 3,4,5 eða 6.  Ég veit ekki hvað heildarpakkinn hefði kostað. Sportídjótar hljóta að vera ansi lélegur þrýstihópur. Sennilega með of mikla ístru til að geta beitt sér. Svo er annað:  Auðvitað á maður að geta keypt einn og einn leik, það getur maður ekki nú. Þjónustan miðast ekki við kúnnana á þessum bænum.
mbl.is Hughes verður áfram með Man.City
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Baldur minn...  Sportiðjótar eru frekasti, kröfuharðasti og harðasti þrýstihópur sem um getur! Það er alltaf öllu rutt frá fyrir íþróttir og þótt ekki séu til peningar hjá fjölmiðlunum í þjóðþrifamál þá eru alltaf - ALLTAF - til peningar í sportið.

Þannig er það nú. 

Lára Hanna Einarsdóttir, 18.5.2009 kl. 12:29

2 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Ég stóð í þeirri trú að Stöð2 sport 3,4,5 eða 6 fylgdu með Stöð2 Sport 2.

Matthías Ásgeirsson, 18.5.2009 kl. 13:12

3 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Ef svo er Þá hef ég verið svikinn, nema ég hafi átt að einhverri annarri tækni en þeirri að svissa milli stöðva??!!

Baldur Kristjánsson, 18.5.2009 kl. 13:19

4 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Ég þekki þetta ekki, hef ekki verið með áskrift að boltanum ansi lengi, leiddist að láta okra á mér, fer á pöbbinn til að horfa á mitt lið í staðin.  Reykingabannið kom nefnilega á réttum tíma fyrir sportidjóta.

Þetta virðist einhver flækja, var að skoða áskriftarsíðuna og þar er þetta:

  • Stöð 2 Sport Vild tryggir þér aukalega Stöð 2 Sport+, Stöð 2 Sport 3 og Sport 4 stöðvarnar.
  • Stöð 2 Sport 2 tryggir þér aukalega Stöð 2 Sport 5 og Sport 6.

Þannig að 5 og 6 ættu að fylgja 2, en til að fá 3 og 4 þarf einhverja "Vild" sem ég veit ekki hvernig virkar.

Matthías Ásgeirsson, 18.5.2009 kl. 13:58

5 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Ég held satt að segja að ég hafi ekki haft 5 eða 6 heldur. Allavega náði ég ekki ,,mínum" leikjum. Fer bara á Sportbarinn hér eftir því að þetta er okur gagnvart hófsömum notendum. Kv. B

Baldur Kristjánsson, 18.5.2009 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband