Sammála sykurskatti!
18.5.2009 | 13:07
Ég er eiginlega alveg sammála sykurskattinum hans Ögmundar. Maður er svo lengi að ná þeim niður eftir svona afmæli(mynd). Annars eru þetta kurteisir og skemmtilegir krakkar eins og flest börn eru, ef ekki öll, öll samkvæmt skilgreiningu. Hinir fullorðnu eru stundum óþolandi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Eru ekki nokkur öfugmæli að meiri neysla skili hærri sköttum eyrnamerktum tannvernd barna?
Ef skattarnir hafa þau áhrif að draga úr neyslu með tilheyrandi lækkun skatttekna, hvar á þá að fá skatta til að standa undir tannvernd barna?
Á ekki einnig að skattleggja jógúrt, skyr og aðra mjólkurvöru?
Hvað með ávaxtasafa sem hafa hátt sýrustig og skemma glerung tanna?
Þessi hugmynd ber vott um heimskulega forræðishyggju á hæsta stigi.
Frank Magnús Michelsen, 18.5.2009 kl. 16:06
E.t.v. væri skynsamlega að heimta skýrari merkingar. Ég hugsa að fáir geri sér grein fyrir því hve mikill sykur er í jógúrt og sumum öðrum mjólkurafurðum.
Baldur Kristjánsson, 18.5.2009 kl. 16:10
Sammála - það á að troða þorramat ofan í þessa krakka!
Við gefum ekkert eftir í þessu "sykurskattamáli"!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 18.5.2009 kl. 23:13
Það vill svo til að það var gerð rannsókn sem synd var í fræðsluþætti á ruv og þar var hour barna tekin og fylltur af sgrænmeti og heilsu fæði en siðan af sykri foreldrarnir voru siðan latnir dæma i hvorri veislunni hefi verið sætinda party. Þau kusu flest vesiluna þar sem að engin sykur hafði verið þannig að þetta með ólætin er nú eitthvað tvíbent
Jón Aðalsteinn Jónsson, 19.5.2009 kl. 18:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.