Guðfríður Lilja hnýtir í forsætisráðherra!
19.5.2009 | 07:56
Maður hefur séð þetta fyrr. Þetta er ekki að ganga. Guðfríður Lilja hnýtir í forsætisráðherra. Stjórnin ekki tveggja vikna. Hún og Ásmundur bóndi eru öfgafullir ESB andstæðingar í stíl Hjörleifs Guttormssonar og Bjarna Harðar. Ríkisstjórnin er því innbyrðis sundurleit því að afstaðan til Evrópu er grundvallaratriði sem mótar alla stefnu í peningamálum og efnahagsmálum. Annað hvort horfa menn til ESB aðildar og Evru eða halda áfram að búa við óstöðugleika með háum vöxtum, háu verðlagi og tilheyrandi fórnarkostnaði almennings í landinu. Afleiðingin verður einangrun og fólksflótti.
Fólkið í ríkisstjórn næstu ára hlýtur að vera nokkurn veginn sömu megin á ásnum þegar kemur að afstöðunni til Evrópu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ef einhver er öfgafullur í ESB málinu er það SF. Ég tek ofan fyrir þessum ungu þingmönnum VG. Það má alveg slá aðeins á hrokann í heilagri Jóhönnu. Vegferð þessarar stjórnar byrjar eins og vænta mátti. Flokkarnir gátu aldrei náð saman í ESB málinu nema annarhvor sviki kosningaloforð sín. Og þér og söfnuði ESB trúboðsins ferst illa að tala um öfgar.
Sigurður Sveinsson, 19.5.2009 kl. 08:12
Sæll Baldur.
Ég get ekki séð það að það sé öfgafullt að vera andstæðingur ESB.
Hins vegar talar fólk misjafnlega sterkt gegn því og veitir ekki af.
Ég er eindreginn andstæðingur ESB og get ekki hugsað þá hugsun til enda ef að við dettum þar inn !
Kveðja.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 08:27
Sæll prestur.
Ríkisstjórn Jóhönnu er með tundurskeyti í farangrinum eins og ég færði rök að í blaðagrein nýlega, sjá heimasíðu www.eldhorn.is/hjorleifur
Samfylkingin mun með átrúnaði sínum á ESB eyðileggja stjórnina innan frá fyrr en varir. Íslenska stjórnkerfið verður á næstu misserum undirlagt af aðildarviðræðum og í síðasta lagi þegar kemur að uppgjöri hvort skrifa eigi undir samning springur ríkisstjórnin. Samfylkingin mun vilja skrifa undir hvað sem í boði er en VG hefur stefnu og samþykktir sem heimila flokksforystynni ekki það framsal auðlinda og fullveldis sem felst í aðild að ESB.
Hjörleifur Guttormsson, 19.5.2009 kl. 09:03
Heill og sæll félagi - þetta er vissulega SLÆMT hjónaband, og þú sem prestur hefðir ALDREI átt að gefa þetta lið saman.... Slæm byrjun og því miður bara eftir að versna. Allir sammála þér um að við þurfum t.d. nýjan gjaldmiðil og lægri vexti, ÞJÓÐIN er hins vegar ósammála um að Evrópubandalagið sé rétta leiðin, en XS neytar á hlusta á raddir sem tala fyrir öðru en EB..!
kv. Heilbrigð skynsemi
Jakob Þór Haraldsson, 19.5.2009 kl. 10:30
Það er mjög sérstakt að vera hlintur einhverju sem maður veit ekki hvað er. Þannig er nú umræða ykkar sem aðhillist Evrópusambandið. Blindur átrúnaður og sjálfsupphafning á eigin getu til þess að ná betri samningum en aðrar þjóðir, rekur ykkur áfram. Þarna liggja öfgarnar en ekki hjá þeim sem í ljósi reynslunnar, leifa sér að efast.
Evrópusambandið er ekki heilbryggt viðskiptasamband, heldur meir eins og óheilbryggt hjónaband þar sem annar aðilinn í sambandinu kæfir hinn.
Ísland verður bara enn eitt lénið í draumaríki lénsherra Evrópu þar sem misvitrir skattheimtumenn ráða ríkjum.
DanTh, 19.5.2009 kl. 10:32
Ja ég hélt nú satt að segja að þú sem maður sáttar og samlyndis sæir nú að þér í þessum ESB málum.
Málin verða ekki keyrð áfram af þessu oflæti og öfgum sem heilög Jóhanna gerði í gær.
Ég hélt satt best að segja eftir klippinguna og sneipulega sendiför þína uppá Selfoss sem þú hafðir nú samt ágætan húmor fyrir að segja okkur frá hér á blogginu þínu að þá sæir þú gríðarlega alvöru þessa máls og að ekki gengi að ætla að valtra yfir þann stóra hluta þjóðarinnar sem er algerlega andvígur ESB aðild.
Eina leiðin útúr þessum ógöngum sem gæti orðið til þess að koma málinu í einhvern eðlilegan farveg væri að haldinn yrði þjóðar atkvæðagreiðsla um það hvort leyfa eigi stjórnvöldum að sækja um ESB aðild og fara til aðildarviðræðna á grundvelli fyrirliggjandi samningsmarkmiða.
En að ætla að keyra málin áfram svona þýðir aðeins að verið er að splundra þjóðinn og kljúfa hana í illvígar fylkingar.
Það er mjög mikill hiti í okkur ESB andstæðingum vegna þessa máls og okkur finnst að við séum mjög miklum órétti beittir með svona flausturslegum og einhliða vinnubrögðum ESB sinna.
Gunnlaugur I., 19.5.2009 kl. 11:20
Þetta er tapaður leikur hjá Jóhönnu. Það er engir með ESB hvað þá ESS og EFTA þetta er skrum hjá Jóhönnu og ég er viss um að það er varna nema 20 % að Samfylkingunni með ESB umsókn. Það er vonandi að fólk geri sér grein að umsókn um viðræður eru sama og að koma ferlinum af stað ESB vilja okkur svo það verðu rekki stoppað fyrr en þeir ná þessari ósjálfstæðu þjóð á sitt vald með ollum kostum og gæðum fyrir túkall.
Valdimar Samúelsson, 19.5.2009 kl. 11:38
Heilög Jóhanna hefur talað og trúin hennar er ESB bjargar öllu,en er það ekki málið það bjargar öllu hjá SF að fara í ESB þar sem SF hefur enga stefnu að fara eftir og enn svelta heimilin í landinu og munu gera í ókomna tíð ef SF fær sínu fram.Það er svo auðvelt fyrir SF að benda á ESB og segja við þjóðina við verðum að hlíða ESB þetta er ekki okkar vilji en reglur ESB eru svona,þetta yrðu svörin hjá SF eftir að inn er komið því ekki hefur SF neina stefnu í málum nema aðild að ESB.Hel að ef við ætlum að vinna okkur uppúr þessari kreppu þá eigum við að gera það sjálf verður sennilega erfitt í 2-3 á en svo kæmu bjartari tímar hjá okkur,besta væri að skila láni AGS og senda ESB fingurinn það er eina leið okkar uppúr þessari kreppu.Ef farið verður að vilja SF verður kreppa hér í mörg mörg ár eða áratugi ef við förum í ESB.
Marteinn Unnar Heiðarsson, 19.5.2009 kl. 12:41
Um leið og krónan réttir úr kútnum verður hún spennandi viðfangsefni braskara um víða veröld, sem ráða munu gengi hennar bæði við kaup og sölu. Þannig mun þjóðarauðurinn verða fluttur úr landi með reglulegu millibili eins og þegar hjólhestapumpa er knúin áfram.
Þessu verður ekki hægt að forða nema við segjum okkur frá núgildandi samningum um milliríkjaviðskipti eða með því að fá annan gjaldmiðil. Rómantískar ættjarðarlausnir eru ekki til á þessum vanda.
Sigurbjörn Sveinsson, 19.5.2009 kl. 13:05
Baldur:
Mikið er ég sammála þér.
Það sem ég óttast er að þetta ágæta mál - aðildarviðræðurnar - fari um þúfur vegna ósamlyndis í ríkisstjórninni.
Líklega hefði verið betra að mynda stjórn með Framsóknarflokknum og Borgarahreyfingunni.
Hefðu menn ákveðið að bíða með kosningar til haustsins, hefði líklega orðið til nýtt stjórnmálaafl á hægri vængnum, sem hefði verið hlynnt aðildarviðræðum og ýmsu því sem Samfylkingin hefur boðað, s.s. umræðustjórnmálum, endurskoðun á fiskveiðikerfinu og öðru sem margir sjálfstæðismenn almennt hafa ímugust á!
Sigurbjörn:
Orð að sönnu!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 19.5.2009 kl. 13:34
Mér fannst þessar hnýtingar hjá henni Lilju alls ekki hitta mark eða vera eitthvert málefnalegt innlegg.
Hálf barnalegt hjá henni ef ég á að segja alveg eins og er.
Eg bind samt enn vonir við SJS. Steingrímur er að mörgu leiti skynsamur og jarðbundinn maður. Hann verður skiljanlega að sigla milli skers og báru vegna mismunandi afstöðu í flokknum.
Við verðum að sjá til hvenig þetta þróast. Trúi bara ekki fyrr en ég sé það ske að VG ætli a hindra framgang þessa mesta þjóðþurftarmáls á íslandi í langan tíma, þ.e aðildaumsókn og í framhaldi aðild að esb. Jú, gæti trúað að 2-3 þingmenn yrðu með vesen en ekki flokkurinn í heild. Trúi því bara ekki.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.5.2009 kl. 14:30
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir er mikilhæfur stjórnmálamaður og svo sannarlega leiðtogi þegar til framtíðar er litið.
Ég bið síðueiganda að afsaka þótt mér finnist umræðuefnið ómerkilegt og óþarft. Þvaður um upptöku Evru sem gefið hefur verið út að er hægt eftir 30 ár er ekki ágreinings virði heldur einungis trúarofstæki manna sem geta ekki fært rök fyrir máli sínu.
Krónan er sá gjaldmiðill sem við notum núna og með eðlilegri peningastjórn þá er um að gera að koma henni í lag. Það er stjórninni í lófa lagið að fella niður verðtrygginguna og bæta hér aðstæður á markaði ef stjórnvöld hafa einhvern áhuga á því.
Fastgengi myndi alls ekki hjálpa okkur um þessar mundir og er það bara fáviska að gefa slíkt í skyn.
sandkassi (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 16:34
Það að það taki ísland 30 ár að taka upp evru er eins og hvert annað bull og argasta þvæla:
"The biggest obstacle to eventual membership of the eurozone, which would take place at the very minimum two years after EU membership (after at least two years in ERM II), would therefore seem to be government debt.
But it is worth noting that The EU Treaty (Art 104) foresees that a government debt ratio above 60% of GDP, which is “sufficiently diminishing and approaching the reference value at a satisfactory pace” can be compatible with not being put in the so called excessive deficit procedure (EDP). And if a country is not in EDP, it fulfils the Maastricht public finance criterion (see Art 121). In other words, it is not excluded that a country could qualify for the euro even if the ratio is above 60%, as long as the debt ration is on a steady downward path. In fact there are several precedents of countries with debt/GDP ratios above 60% having been admitted into the euro area, for example Belgium, Italy and Greece."
http://blogg.esb.is/?p=76
Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.5.2009 kl. 17:20
Einungis 1 land hefur fengið undanþágu frá reglunni um að skuldir ríkissjóðs skuli vera undir 60% af vergri landsframleiðslu og það eru grikkir.
Þeir fengu það í gegn með því að einkavæða velferðarkerfið og selja ríkiseignir fyrir skuldum.
Er það sú leið sem þú ætlar að nota til að fá Evruna?
sandkassi (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 17:46
Önnur ríki sem hafa fengið þessa undanþágu voru í kringum 60% markið.
Þannig að "bull og argasta þvæla" er í boði hússins.
sandkassi (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 17:49
Lessur er lessum verstar. En Gunnar, finnst þér gaman að gaspra um hluti sem þú hefur ekki hundsvit á? Hvorki Belgía né Ítalía uppfylltu né uppfylla þessi skilyrði.
"Two of the five criteria for membership into the first-tier group of the Economic and Monetary Union of the European Union (EMU) under the Maastricht treaty (1992) were to attain a budget deficit of 3%, and an accumulated debt percentage of 60% of the GDP. In 1992, Belgium had a 7,1% budget deficit that brought the accumulated debt to 137,9% of its GDP in 1993, its highest level ever. It soon became clear that Belgium could not attain the 60% accumulated debt percentage goal. Nevertheless, Belgium was allowed membership on condition that it made "substantial progress" on its debt problems. This became the main objective of Belgian Government economic policy, and was able to bring down the (annual) budget deficit in 1999 (federal, regional plus social security) back to 1.2% of GDP. This represented a substantial decrease from the 7.1% deficit recorded in 1992, as well as a significant difference from the expected figure of 2%, well within the Maastricht criterion.
After Belgium gained this membership, it continued this policy, bringing the accumulated debt percentage in 2007 to 84.8% of GDP.[1]
---
"Italy’s Debt Reached 105.8% of GDP Last Year, Central Bank Says" mars, 2009
http://www.bloomberg.com/apps/news?pid=newsarchive&sid=aXxFzEH_all8
Guðmundur Pétursson, 19.5.2009 kl. 21:14
Það þíðir ekkert að láta svona vinur minn, taka rökum.
sandkassi (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 21:59
Hvaða rök skyldu það vera? Það er lágmark að fólk hafi burði til þess að kynna sér hlutina áður en það fer að gaspra einhverja vitleysu á opinberum vettvangi.
Guðmundur Pétursson, 19.5.2009 kl. 22:09
Að sjálfsögðu eiga íslendingar að ganga í ESB ,annað er bara út í hött.Þetta er öryggiskerfi sjálfstæðra þjóða og er bara kærleikur til fólks og atvinnulífs.
Árni Björn Guðjónsson, 19.5.2009 kl. 22:31
Það dugar að líta á kort af Evrópu til að sjá að það verður "erfitt verkefni að standa utan Evrópusambandsins" eins og einn stjórnmálafræðingur orðaði það í morgunútvarpi síðustu viku.
Það sést líka að samvinna Norðurlanda með Eystrasaltslöndum mun tryggja okkar hlut í samstarfi þjóða í álfunni okkar. Það er séríslenskt að líta á Evrópusamstarfið eingöngu sem spurningu um krónur og aura.
Evrópusambandið snýst ekki síður um frið, mannréttindi og menningu. Leyfum Vinstri grænum að þusa. Það munu alltaf verða þar einstaklingar sem tala þannig að þeirséu handhafar hins eina rétta sannleika.
Það séu líkur á heimendi þó farið verði í viðræður og samningur borinn í þjóðaratkvæði. Það sem er verst er að þeir hafa ekki framtíðarsýn fyrir þjóðina eð tala óskýrt og sundurlaust hvað þeir vilja.
Vandi gjaldmiðilsins er óleystur og enginn haldbær stefna sem VG hefur í því máli. Þar sem að öll helstu rök þeirra gegn ESB gilda líka gegn EES þá hlítur það að vera þeirra krafa að þeim samningi verði sagt upp.
Að standa áhrifalaus í dyragættinni til næstu ára og vita ekki hvort við erum að koma eða fara er versti kosturinn. Var ekki einhver flokkur með kjörorðið; "Hreinar línur". Hefur VG ekki hugrekki til að segja upp EES samningnum til þess að vernda blessað fjöregg þjóðarinnar, fullveldið og sjálfstæðið? Mbk, G
Gunnlaugur B Ólafsson, 20.5.2009 kl. 01:35
Ég held að þessi þingsálykturnartillaga verði felld. Ef ekki, þá mun álíka illa upplýst fólk og Gunnar Waage hér að ofan dóminera umræðuna í einhverju bulli um að evrópubúar éti börn eða að þeir svífi um á bleikum skýjum.
Það verða semsagt svona bullukollar á báðum vængjum þ.a. það er líkur á því að þetta verði að mestu leiti innantómt röfl í illa upplýstu fólki.
Hinsvegar tel ég að ESB aðild verði seint samþykkt hér á Íslandi. Aðalmálið er að losna við ónýta krónu. Annað höfum við ekki að sækja til ESB. Þetta er gjörspillt og illa funkerandi apparat.
Guðmundur Pétursson, 20.5.2009 kl. 04:44
Ég legg til að þú kynnir þér hvernig þessi lönd sem þú tiltekur greiða niður sínar skuldir.
Þegar betur er að gáð, ef að þú lest eitthvað annað en bloggsíður starfsmanna ESB, þá eru í vissum tilfellum hér á ferðinni sundurlimannir á velferðarkerfum, einkavæðing lágmarksheilsugæslu og sala sterkra ríkiseigna.
Ég legg til að þú lesir skýrslur um þessi mál frá IMF, World Bank og Seðlabönkum viðkomandi landa ef þú hefur áhuga á að kynna þér þessi mál.
Áður en þú kallar menn "bullukolla" þá legg ég til að þú temjir þér upplýsingaöflun sem eitthvað bragð er af, ekki blogg af bloggi.
Ég er langt frá því að vera illa upplýstur "Guðmundur Pétursson" en ég hef ekki áhuga á hvaða heimildum sem er.
Þess má einnig geta að í vissum tilfellum skapast skuldir sem eru kannski 130 - 150% af landsframleiðslu en eru skuldir sem vegna sérstakra verkefna aðstæðna er hægt að ná niður gríðarlega hratt, þá erum við að tala um fleiri tugi prósenta á ári.
Þessar aðstæður eru ekki upp hér á landi og bið ég þig vinsamlega að kynna þér forsögu þeirra mála sem þú nefnir áður en þú gerist svo stóyrtur.
Þau mál sem þú nefnir eru ekki venjuleg mál í ERM samhenginu. Skoðaðu IMF,World Bank gagnagrunnana og vonandi verðurðu einhvers vísari.
bkv
sandkassi (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 05:04
Ég hélt þú værir boðberi sátta og samlyndis Baldur minn? Hvernig heldur þú að verði hér á landi ef Samfylkingin riftir þessu samstarfi og skilur landið eftir stjórnlaust? Forsetinn myndi neyðast til að mynda utanþingsstjórn sem hefði ekkert umboð til að taka á þeim málum sem liggja fyrir og valdið myndi aftur færast frá samningarborðinu og á götuna. Finnst þér raunverulega betra að taka slaginn um ESB á Austurvelli en á Alþingi?
Héðinn Björnsson, 20.5.2009 kl. 10:53
Ítalía og Belgía hafa alltaf verið gífurlega skuldsett, það vita allir sem eitthvað hafa fylgst með þessum málum í gegnum tíðina. þess vegna kom það spánskt fyrir sjónir að Grikkland væri eina landið sem hefði fengið undanþágu.
Þessu til staðfestingar, vitnaði ég í Bloomberg og Wikipedia. Bloomberg og Wikipedia eru ekki bloggsíður, heldur með traustari heimildum sem um getur.
<>Belgía var lengst af með skuldir yfir 100% á síðasta áratug en eru nú komnir í tæp 90%.Skuldir Íslands verða á bilinu 80-150% af GDP eftir því hvaða tölur maður tekur trúanlegar þ.a. að það er langt í land með að Ísland uppfylli Maastricht skilmálanna.
Guðmundur Pétursson, 20.5.2009 kl. 13:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.