Upp er runninn Uppstigningardagur!
21.5.2009 | 10:57
Uppstigningadagur, blítt, fallegt, blátt veður, hlýtt. Fjörtíu dagar liðnir frá Páskum, tíu dagar í Hvíatsunnu. Í dag varð Jesú Kristur uppnuminn til himna samkvæmt ritningunum: ,,þegar hann hafði þetta mælt, varð hann uppnuminn að þeim ásjáandi, og ský huldi hann sjónum þeirra (Post.1:9). Kirkjan hefur gert þennan dag að degi aldraðara sennilega í stíl við það sem gengur og gerist annarsstaðar. Mér hefur alltaf fundist þetta val svolítið kómískt. Steinólfur í Ytri-Fagradal á Fellsströnd segir á einum stað frá bónda sem var á þessum degi svo hræddur um asð verða uppnuminn eins og Guðs sonurinn að hann fór í þykka mikla frakkann sinn, fyllti stóra vasa hans af grjóti og vék ekki úr frakkanum fyrr en sól var sest. Það er betra að fara varlega.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Baldur.
Góðan og blessaðan daginn. Mættu nú fleiri minnast þessa merkilega dags og jafnvel ítarlega. En haf þökk.
Kærleikskveðja.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 11:28
Og eigum við bara að taka þessu alveg bókstaflega að Jesú hafi orðið ''uppnuminn að þeim ásjáandi, og ský huldi hann sjónum þeirra”'?
Sigurður Þór Guðjónsson, 21.5.2009 kl. 11:54
Upprisan er fölsun... fyrsta sagan af meintu atviki var á þann veg að konurnar komu að meintri gröf, sáu að hún var opin.. og hlupu í burtu, sögðu engum frá.
Síðar var bætt við þessari upprisu sögu... hey baldur taktu þig til og lestu vel frásagnir af krossfestingu... stemma ekki saman... þessu yrði hent út úr hvaðadómsal sem er.
P.S. Jesú er uppspuni kaþólsku kirkjunnar
DoctorE (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 16:04
Ég spyr bara eins og Sigurður Þór, hvert í ósköpunum var Jesús að fara?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 21.5.2009 kl. 21:50
Fór hann ekki upp með skít og öllu saman? Nýbúinn að éta nokkrar hunangskökur og fiska?
Sigurjón, 22.5.2009 kl. 04:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.