Vorhátíð í Þorlákshöfn
23.5.2009 | 14:43
Við vorum að reyna að halda vor í dag hér í Þorlákshöfn. Bæði var vorhátíð í Leikskólanum og svo Kjörísmót Knattspyrnufélagsins Ægis á gervigrasinu. Ég skrapp út og tók nokkrar myndir sem sýna yfirleitt hamingjusamt fólk þó að allhvass kirkjuvindur hafi staðið á völlinn gert leikmönnum erfitt fyrir og kulvísum foreldrum. En allt var þetta nú innan ágætra marka. það var bjart og fallegt. Kirkjuvindur er austlæg hafgola og stendur þá af kirkjunni beint á völlinn. Ég kenndi þarna Skallagrímsmenn (neðst til hægri þar er Elínborg Sturludóttir prestur í Stafholti ásamt föruneyti sínu)), Fylkismenn, Vestmanneyinga, ÍR inga, Hellubúa, Hvergerðinga og Ægismenn (neðst til vinstri). Fótboltamenn og foreldrar hvaðanæfa. Sumarið er að koma og meginverkefni margra foreldra að elta sparkviss börn sín um allar trissur. Myndin efst til hægri sýnir leikskólastjórann okkar Ásgerði og Ágeir sem er ein aðalsprautan í Björgunarsveitinni. Fleiri myndir inn á www.kirkjan.is/thorlakskirkja
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:56 | Facebook
Athugasemdir
Það held ég ungviðið hafi notið þess,hátíð sem þau njóta í botn,hafandi foreldra sína sem áhorfendur,kanski afa og ömmur. Ég hefði gjarna viljað koma og sjá barnabarnið mitt úr leikskólsnum sprikla kom því ekki við.
Helga Kristjánsdóttir, 23.5.2009 kl. 17:33
Skemmtilegt að lesa svona pistla og skoða myndir. Sérstaklega þar sem ég klæddist sjálfur Ægirsbúning fyrir rúmum einum og hálfum áratug síðan.
Haffman (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 08:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.