Er ekki kominn tími á Sjálfstæðisflokkinn?!
25.5.2009 | 11:05
Eins og fram hefur komið í fréttum er Sjálfstæðisflokkurinn 80 ára um þessar mundir. Ég spyr: Er ekki nóg komið? Flokkar eru nefnilega eins og manneskjur. Þeir fara að hiksta komnir um áttrætt. Þeir eru flottir á mótunaarskeiði sínu og velmektarárum taka með sér dýrmæta reynslu inn í elliárin en margur óþarfinn er líka í farangrinum, gömul klíkubönd, ættir og hópar sem hafa hreiðrað um sig, gamlar syndir sem fylgja og þá má nefna versta einkennið. Flokkurinn fær stöðu hjáguðs, flokksblinda magnast.
Þegar svona er komið verður stöðugt erfiðara að þrífa, mosi safnast í hornin niðri, kóngulóarvefir í hornin uppi. Það er eðlilegt að leggja gamla flokka niður þegar svona er komið og stofna nýja(í nýjum herbergjum) með skýrari tilvísun í snarbreyttan heim.
Ég beini þessu ekki neitt sérstaklega að Sjálfstæðisflokknum. Alþýðubandalagið þekkti sinn vitjunartíma, sömuleiðis Alþýðuflokkurinn. Flokkarnir sem stofnaðir voru á rústum þeirra flokka eru miklu heilbrigðari og betri en úrsérgegnir forverar þeirra enda fara þeir nú með stjórn landsins.
Og Framsóknarflokkurinn er orðinn óþarfur, enda níræður og hans helsta slagorð er að hann sé snarbreyttur. Hann er þó ekki breyttari en svo að hann heldur aðaleinkenni sínu enda breyta níræðir sér sjaldan. Einkenni hans er: Það veit enginn hvað hann er að kjósa þegar hann kýs Framsóknarflokkinn. Með eða móti.....(fyllið inn, hér má setja hvaða málefni sem er).
Allir þessir flokkar voru góðra gjalda verðir á sínum tíma. Og Sjálfstæðisflokkurinn hefur hafið niðurferðina, er nú bara miðlungsflokkur, má muna glæstri tíð.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Verður ekki stofnaður Þjóðlegur Íhaldsflokkur?Sjónarmiðin í ESB orðin svo ólík.
Hörður Halldórsson, 25.5.2009 kl. 12:16
Það að þessir flokkar eru úreltir gerir allt pólitískt stand í landinu mikið einfaldar. Samfylkingin verður þjóðflokkur við hlið þjóðkirkju allt annað er úrelt
og “gengið sér til húðar”. Eigi skuluð þér aðrar skoðanir hafa. Og þá er engin fyrirstaða að fara í sælu Evrópusambandssins. Þjóðfrelsi,samningafrelsi við aðrar þjóðir (enda búið að semja um allt) Allt yfirráða kjaftæði yfir auðlyndum verða villikenningar og meðhöndlaðar sem slíkar. Þetta er hin sanna framtíð.
Snorri Hansson, 25.5.2009 kl. 12:22
Sjálfstæðisflokkurinn er eins og gott vín. Hann verður bara betri.
Hjörtur J. Guðmundsson, 25.5.2009 kl. 16:28
Skemmtileg skrif og svar Hjartar er sniðugt líka þó það taki ekki efnislega á rökstuðningi þínum varðandi "gömul klíkubönd" o.s.frv. Góð ábending hjá Snorra um "...við hlið þjóðkirkju", því ég á eftir að sjá Samfylkinguna hafa kjark til að losa um nokkra þá milljarða sem fara í þjóðkirkjuna umfram önnur lífsskoðunarfélög.
Svanur Sigurbjörnsson, 25.5.2009 kl. 17:30
Meðan til er lifróið hægri-vinstri / markaðshyggja - félagshyggja er þörf fyrir öfluga og heilbrigða flokka til hægri og vinstri.
Það eru ekki nöfnin sem skipta máli heldur innihaldið, fólkið, stefnan og vinnubrögðin.
Ómar Ragnarsson, 25.5.2009 kl. 19:07
Bendi á blogg Valdimars
http://skolli.blog.is/blog/skolli/entry/884131/#comments
Marteinn Unnar Heiðarsson, 25.5.2009 kl. 20:29
Jamm, ég var nú eiginlega búinn að gleyma því að til væri Sjálfstæðisflokkur, það hefur farið svo lítið fyrir honum upp á síðkastið. Kannski hann sé ellidauður
Ingimundur Bergmann, 25.5.2009 kl. 20:59
Ef við skoðum það sem Ómar nefnir: Innihaldið, fólkið, stefnuna og vinnubrögð flokksins, þá held ég að enginn velkist í vafa um það að tími XD er löngu liðinn.
hilmar jónsson, 25.5.2009 kl. 22:03
De senectute : Cicero
Auður Matthíasdóttir, 25.5.2009 kl. 22:53
Ef það er einhver flokkur sem ætti að útrýma sjálfum sér, þá er það Samfylkingin með alla sína óþjóðhollustu.
Jón Valur Jensson, 26.5.2009 kl. 03:10
Þaðþarf að leggja allmikla lykkju leið sína og aðdáunarverða óskhyggju til að komast að þeirri niðurstöðu að flokkur sem hefur sýnt stöðugleika og festu í 80 ár hljóti nú að fara að hrynja á sama tíma og flokkar á vinstri væng stjórnmálana hafa komið og horfið jafnskjótt, eins og mjöll á sumardegi og skilið álíka mikið eftir sig og orð skrifuð í fjörusandinn.
Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 09:45
Æviskeið stjórnmálahreyfinga þarf alls ekkert að taka mið af æviskeiði mannsins. Það er því ekkert sjálfgefið að Sjálfstæðiflokkurinn sé kominn á aldur í nokkrum skilningi. Ennþá næst-stærsti flokkur þjóðarinnar, og kannski reyndar enn sá stærsti þegar fólk verður komið yfir stundarheift síðustu kosninga
Ég bendi líka á háan aldur annarra hreyfinga, s.s. kristinnar kirkju. Hún er enn að og þó komin á þriðja þúsund aldursára!
Velvakandi, 26.5.2009 kl. 11:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.