Hlýjar kveðjur til Sjálfstæðisflokksins!
26.5.2009 | 10:15
Afmæliskveðja mín til Sjálfstæðisflokksins hefur farið illa fyrir brjóstið á nafnlausu strákunum sem hafa tekið sér það hlutverk að ráðast að þeim sem gagnrýna flokkinn.(amx.is).
Málflutningur þeirra sýnir að þeir hafa þrifist í óhollu pólitísku andrúmslofti.
Þeir hóta þjóðkirkjunni!!
Þeir reyna að grafa undan þeim sem skrifaði pistilinn!!!
Þeir draga rangar ályktanir um tilvistarvanda Sjálfstæðisflokksins!!
Þetta eru (sjálfskipaðir) varðhundar öflugasta fokks lýðveldisins!!!
þetta er óþægilegt.!
Það versta er samt að þeir eru húmorslausir!!!
Oft hef ég gagnrýnt Framsóknarflokkinn og Vinsti Græna. Aldrei fengið þöggunarviðbrögð.
Og þetta er nafnlaust!!!!!
Ég sendi Sjálfstæðisflokknum hér með hlýja afmæliskveðju. Það er margt gott um þann flokk að segja og þar er margt indælisfólk. Vitaskuld. Flokksins helstu mistök eru að hafa alið upp svona stráka sem reyna að þagga niður í öðrum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég fór ekki varhluta af þessum pistli á AMX, og hafði eiginlega lúmskt gaman af honum.
Grunntónninn (eða skulum við kalla það röksemdafærslu?) er nokkurn veginn þessi:
- Þú ert þjóðkirkjuprestur sem gagnrýnir Sjálfstæðisflokkinn og dregur tilvistartilgang hans í efa.
- Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið sig vel í að styðja við þjóðkirkjuna í gegnum tíðina.
- Ef prestar hafa hins vegar almennt svipaða skoðun á Sjálfstæðisflokknum og þú, þá kann það snarlega að breytast!
Þannig er sem að í huga pistilshöfundar eigi afstaða Sjálfstæðisflokksins til þjóðkirkju ekki að byggjast fyrst og fremst á hugmyndafræði, heldur mun frekar því hvort þegnar kirkjunnar styðja flokkinn (eða í hið minnsta sýna honum þá virðingu að kasta ekki einu einasta styggðaryrði í hans átt opinberlega)!
Fallegt er það ... og göfugt ...
Margt fleira er skrýtið í þessum annars ekkert svo langa pistli, en þetta atriði finnst mér einna merkilegast. Húmorsleysið sem skín í gegn er jú líka stórmerkilegt ...Þarfagreinir, 26.5.2009 kl. 10:48
Takk Þarfagreinir. Þetta var góð greining! kv.B
Baldur Kristjánsson, 26.5.2009 kl. 10:54
Það hefði óneitanlega verið sögulegt ef aðskilnaður ríkis og kirkju hefði orðið vegna þess að séra Baldur sendi Sjálfstæðisflokknum ekki nógu skemmtilegar afmæliskveðjur.
Svavar Alfreð Jónsson, 26.5.2009 kl. 11:22
Þjóðkirkjan setur niður að hafa þjóna sem sjálfskipaðir stíga fram opinberlega og dæma okkur meðlimi hennar eða draga þegnana í dilka, sem þeir flokka holla eða óholla pólitíkskt. Hafi pistillinn átt að vera spaug, þá hef ég meiri efasemdir um smekk höfundar hvað húmor varðar en okkar hinna, sem hvergi sáum örla á slíku í honum. Enda viðrist sú eftiráskýring örvæntingarfullt yirklór þess sem álpast hefur út í forapytt og situr nú fastur þar.
Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 14:13
Ég er sammála Svavari það hefði nú verið saga til næsta bæjar.
Ég skil bara alls ekki þessi viðbrögð AMX, þvílíkt rugl, alveg óháð pólitískri skoðun.
Má prestur ekki festa hugsanir sína á blað, eins og honum hentar, eða opna munninn í almennri umræðu án þess að það sé í nafni Þjóðkirkjunnar hvorki meira né minna.
Hólmfríður Pétursdóttir, 26.5.2009 kl. 15:44
Hólmfríður
Allt sem sagt er og skrifað, hvernig það er sagt og hver það er sem segir það hefur áhrif og er sett í samhengi. Hefði t.d. Össur Skarphéðinsson skrifað greinina hefði hún verið léttvæg fundin. Baldur ætti, finnst mér, að varðveita þá virðingu og ábyrgð sem staða hans veitir honum. Margir prestar gera það og taka þátt í þjóðféagsumræðunni og er fengur af. Aðrir prestar kjósa að stíga yfir þá fínu línu sem aðskilur almenna þjóðfélagsumræðu og pólitískt karp. Fyrir þá geldur kirkjan, amk. hvað mig varðar.
Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 16:19
stórmerkilegt að mega ekki hafa sjálfstæðar skoðanir,en svona hafa víst mál verið að þróast innan sjálfstæðisflokksins í æ ríkari mæli í seinni tíð...
zappa (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 16:20
Sigurjón,
Hvað var öðruvísi með þá presta sem setið hafa á þingi bæði fyrr og síðar?
Hólmfríður Pétursdóttir, 26.5.2009 kl. 18:00
Þekki ekki dæmi þess að prestar í embætti sitji á þingi. Prestum er auðvitað frjálst að skipta um starfsvettvang eins og öllum öðrum þjóðfélagsþegnum en eiga þá að láta af embætti sem prestar. Þetta er mitt mat.
Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 18:13
Sú tilhögun að prestar taki sér leyfi frá prestskap meðan þeir sitja á þingi og segi jafnvel lausu prestakalli sínu er ekki gömul og þú sennilega ekki heldur.
Það dæmi sem er mér nærtækast er séra Gunnar Gíslason sem sat á þingi einhverja áratugi og hélt prestakalli sínu, Glaumbæ í Skagafirði allan þann tíma.
Ég er ekki að mæla með því fyrirkomulagi, en hver á að ákveða hvað prestur má og má ekki?
Ef talsmenn Sjálfstæðisflokksins halda áfram á þessum nótum fækkar þingmönnum hans jafnt og þétt. Það eru fleiri tryggir kjósendur flokksins en ég sem kannast ekkert við boðskap þeirra sem hæst láta.
Hólmfríður Pétursdóttir, 26.5.2009 kl. 18:28
Þú nefnir þarna eitt dæmi Hólmfríður, um prest sem hélt sínu embætti með þingsetu og segir það mér að þetta hafi ekki verið algengt og sé vonandi liðin tíð. Ég ítreka það bara að slíkt fyrirkomulag hugnast mér ekki.
Siðferðisþröskuldur prestsins og flokksins sem hann byði sig fram fyrir og við kjósendur, ákveðum það líklega hvort þetta gerist aftur færi svo að einhverjum presti dytti slíkt í hug í dag, sem ég tel harla ótrúlegt. Þá geri ég einnig greinamun á því hvort prestur óháðs, sjálfstæðs safnaðar blandar sér í pólitískt karp eða prestur sem ég borga laun fyrir að sinna embætti sínu telur það til sinna verkefna. Ég vil ekki þurfa að hlusta á þjóðkirkjuprest dæma mig eða aðra meðlimi kirkjunar, út frá pósitískri sannfæringu minni eða þeirra né sitja undir því að hann dæmi einn né neinn t.d. þannig að hann þrífist í óhollu pólitísku andrúmslofti séu þeir meðlimir þessa flokks eða hins. Það er lýðræðislegt frelsi hvers og eins að hafa sína pólitísku sannfæringu. Að mínu mati er það víðsfjarri því að heyra undir verkefnalista presta þjóðkirkjunnar að skipta sér af því hvernig menn verja þessu frelsi sínu.
Ég vil taka það fram vegna ummæla þinna að ég er ekki í Sjálfstæðisflokknum og núverandi þingmenn hans sitja ekki í mínu umboði.
Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 19:13
amx.is er versa sorp"rit" íslandssögunnar og hefur það eina markmið að iðka persónuníð í skjóli nafnleyndar í þessum viðurstyggilega Fuglakvísli sínu.
DV kemst ekki með tærnar þar sem siðlausir blaðahundar amx.is eru með hælana - og já ég kalla þá siðlausa hunda enda ekkert annað en varðhundar auðvalds- og spillingar í safélaginu - en ég hef þó manndóm í mér að gera það undir nafni, ólíkt þeim.
Þór Jóhannesson, 26.5.2009 kl. 21:02
Þeir sem skaða pólitíska umræðu hvað mest eru þeir sem líta á flokka sem einskonar kirkju og stjórnmálamennina í þeim sem hálfguði. Vaxandi krafa er um pólitíska rökræðu, þar sem heildarhagsmunir eru settir ofar flokkshagsmunum. Þar sem kærleikurinn á sér meiri sess í umræðunni, og þar með aukin virðing. Baldur innlegg þitt, var einmitt ekki í þessum anda, og það má vera að það stuði einhverja af því að þú sért prestlærður. Skrifin þín segja okkur bara hvað það sé okkur erfitt að halda okkur á veginum þrönga. Ég harma það.
Sigurður Þorsteinsson, 26.5.2009 kl. 23:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.