Sauðburður langt kominn- börnin enn í skóla!

Enn einn góðviðrisdagurinn virðist ætla að kveðja sér hljóðs hér á Suðurlandi, sauðburður er langt kominn og enn eru blessuð börnin í skóla.  Hvernig væri að stytta skólaárið. Börn fara á mis við vorið.  Það er kjánalalegt hér í sveitinni,. Við högum okkur eins og stórborgarbúar.  Skólinn var lengdur án þess að námsefni væri bætt við. Það ætti að hætta skólahaldi um miðjan maí, senda sem flest börn í sveit.  Bændur gætu haft tekjur af því að taka við börnum. Önnur gætu leikið sér.  Fleirri gætu fengið vinnu við það hjá sveitarfélögum að skapa sem besta aðstöðu sem slíks.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlédís

Sammála, Baldur!

Lengingin er mest borgarbjargráðfyrir of-vinnandi foreldra!  Mig grunar að árangur í námi geti stundum orðið í öfugu hlutfalli við lengd skólatíma.  Hef sjálf reynslu af að læra mest á stuttum skólavetri (nóv.-apr.) í sveit, en sáralítið í borginni suma vetur, komin með skólaleiða upp úr útmánuðum!

Hlédís, 27.5.2009 kl. 12:34

2 identicon

Í öllum skætingnum sem ég sendi þér og síðan þófinu sem við Hólmfríður áttum og fram fóru á síðu þinni í síðustu færslum, láðist mér að hrósa þér fyrir flotta “haus”mynd.  Og táknþrungna.  Vel valinn, klassa húsbúnaður og varla er veggliturinn tilviljun.  Sæi ekki fyrir mér grænan vegg hvað þá báan á síðu þinni.;-)  Flottur haus.

Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband