Framlag okkar Rúnars til kreppunnar!

Annað sinn í vetur sem hjóli sonar míns, Rúnars, er stolið.  Fyrst var það blátt og fallegt svo var það rautt, stílhreint og töff enda drengurinn orðinn sjö ára. Hjólinu var stolið fyrir utan skólann. Upp úr mér valt þegar við vorum að leita: Ég ætla bara vona að hjólið komi sér vel hvar sem það er.  Sá stutti fékk hugljómun þar sem hann sat og syrgði hjólið: Pabbi, þetta er bara okkar framlag til kreppunnar!!

Kreppan er börnum hugleikin. Ég hef tekið eftir kvíða í hugskoti þeirra. Þau ræða þetta í sínum hópi og útskýra margt sem á vegi þeirra verður með kreppunni. Upp úr þeim velta líka setningar sem sýna ástandið á heimilum þeirra. Gerum allt sem við getum til þess að vernda börnin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Hann kippir í kynið strákurinn og ef það yxu epli á eikum þá hefur þetta epli ekki fallið langt frá því ágæta tré, eikinni...!

Ómar Bjarki Smárason, 30.5.2009 kl. 18:58

2 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Börn eru oftast mun klókari en fólkið sem umgengst þau heldur. Mér hefur fundist ég verða vör við að það sé gert meira af því nú en áður að talað sé um vandamál af ýmsu tagi þegar börn eru viðstödd. Eins og þau séu ósýnileg.

Fólk ályktar sem svo að þau hafi gott af því að vita hvernig heimurinn er, en börnin skilja ekki samhengið og skilja flest út frá sjálfum sér og kenna sér um eitthvað sem þau ráða engu um.

Annars finnst mér svarið hans Rúnars algjör snilld. Það var sagt um dóttur mína þegar hún var í leikskóla að hún yrði verkalýðsleiðtogi þegar hún yrði stór, því hún var alltaf að verja lítilmagnann. Rúnar sýnir mikinn félagslegan þroska.

Allir sem bera ábyrgð á börnum ættu að vernda þau, leyfa þeim að vera börn sem njóta öryggis og elsku.

Þá verða þau betur undirbúin fyrir lífið.

Hólmfríður Pétursdóttir, 31.5.2009 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband