Kína eða Evrópa?

Sendiherra Kína hefur verið kallaður heim! Ég tel ekki fráleitt að helgistundin í Hallgrímskirkju hafi gert útslagið. Kínverjar greina ekki á milli ríkis og kirkju.  Í fjarlægðinni rennur þetta allt saman. Lama er sem sagt leiddur inn í sjálfan þjóðarhelgidóminn. Það eiga Kínversk stjórnvöld sjálfsagt erfitt með að þola.

Hverjir eru það annars sem hafa talað fyrir því að við tækjum upp eitthvað sérstakt samband við Kína í stað þess að ganga í Evrópusambandið?  Einhverjir Evrópufælnir menn sem tala mikið um fullveldi og sjálfstæði! 

Við eigum ekki að láta Kínverja segja okkur fyrir verkum í mannréttindamálum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég er einn af þessum "evrópufælnu" sem þú kallar svo, og hef talað fyrir fríverslunarsamningum við Kína.  Engan hef ég hinsvegar séð tala fyrir einhverju sérstöku sambandi við Kína, einungis fríverslun.

Axel Þór Kolbeinsson, 4.6.2009 kl. 15:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband