Hátíðarhöld, hafnardagar og minnisvarðar!

Sjómannadagurinn er nú haldinn hátíðlegur um land allt og er raunar orðinn fyrir löngu tveggja daga hátíð.  Í Þorlákshöfn sem er bær við suðurströnd Íslands hefur raunar staðið yfir þriggja daga hátíð þar sem hefðbundnir Hafnardagar, sem eru svona þorpshátíð að hefðbundnum sið, voru hafðir á Sjómannadagshelginni. Sprell og læti, siglingar,kappróðrar, uppákomur, listsýningar og dansleikir voru á hverju strái.  Fjölskyldur skemmtu sér saman, ágæt stemning í góðu veðri, vín sást varla á nokkrum manni

 Vel var mætt í sjómannadagsmessu í þessum kardimommubæ og eftir messu var haldið að minnisvarða um þá sem horfið hafa eða drukknað í sjó og vötnum og lagður blómsveigur, sunginn þjóðsöngur og blessað yfir. Svipuð menning er í mörgum sjávarplássum t.d. í plássi fegurðarinnar  Höfn í Hornafirði þar sem blómsveigur var lagður að minnisvarða um sjómenn og útgerð á Sjómannadagur 2009 001Austurlandi að lokinni messu í Hafnarkirkju en er nú lagður að minningarreit við Hafnarkirkju.  Hér má sjá þá Guðfinn Karlsson fyrrverandi skipstjóra og Ólaf Jónsson starfandi sjómann(t.h.) halda á milli sín blómsveig sem lagður var að minnisvarðanum við Þorlákskirkju.  Mynd BK


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband