Af Icesave reikningum, ríki Vatnajökuls og amx.

Íslendingar verða að átta sig á því að þeir eru ekki lengur ribbaldar nýflúnir frá Noregi.  Þeir halda að vísu þræla þá eins og nú (láglaunafólk) en þeir eru komnir í annað og betra samband við umheiminn en þá var. Vitaskuld borgum við skuldir sem efnt var til með svokölluðum Icesave reikningum.  Það er ekkert flóknara en það að ef við skellum hurðum og neitum að borga þá verður við Kúba norðursins. Leiðin til áframhaldandi hagsældar Íslendinga liggur í samstarfi og samvinnu við þjóðirnar í nágrenni við okkur.

 

P.s. Í ríki Vatnajökuls er finn vefur hannaður og starfræktur af Sveinbirni Imsland. Flettiði endilega upp á honum ef þið ætlið að fara um suðausturland.  Þar renna fyrirsagnir pistla minna í gegn.  Það er ekki við mig að sakast heldur Sveinbjörn.  Ég hef ekki sóst eftir þessum heiðri aðeins veitt góðfúslegt leyfi og raunar varað hann við að einhverjum kynni að þykja þetta óþægilegt.  Það hefur alltaf verið svo að sumu fólki líkar best við mig án skoðana minna. Morgunblaðið hefur á þessu fínan hátt. Á þar til gerði síðu birtist upphaf pistla af og til þannig að aðeins þeir sem eftir leita freistast til að lesa. Pistlarnir eru þá í umhverfi annara pistlahöfunda (þar á meðal nokkurra Framsóknarmanna sem skafa ekki utan af hlutunum)  þannig að allt sem ég skrifa hljómar eins og beint upp úr guðspjöllunum.  Enda verð ég sjaldnast fyrir neinu áreiti(nema misósvífnum en yfirleitt heiðarlegum kommentum) nema þegar þeir amx menn (fullorðnir menn sem hafa það sér ósamboðna hlutverk að ráðast nafnlaust að þeim sem gagnrýna eða gera grín að Sjálfstæðisflokknum) renna sér á mig. Þeir eru þannig í svipuðu hlutverki og Paul Scholes í Man. United liðinu. Skriðtækla menn þannig að þeir haltri helst útaf.

En til ykkar elskur og þeir taki til sín sem eiga! Lesiði bara það sem kemur frá flokknum ykkar en talið við Sveinbjörn Imsland ef ykkur finnst vírusvörnin í ykkur sjálfum ekki nógu öflug og freistist til þess að kíkja á óhroðann úr mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héðinn Björnsson

Frekar vil ég verða Kúba norðursins en að verða eina afríska Evrópuríkið. Ef við leyfum skuldsetningu ríkisins að vaxa okkur yfir höfuð og tökum hagsmuni fjármálavaldsins fram yfir hagsmuni almennings verður velferðarkerfinu og öðrum innviðum samfélagsins fórnað á altari frjálshyggjunnar og virðinga fyrir ólögmætum skuldum útrásarvíkinganna. Slík gerist ekki með mínu samþykki!

Héðinn Björnsson, 8.6.2009 kl. 14:06

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Fólk sér einfaldlega að þjóðfélagið stendur ekki undir skuldunum og finnst sem er, að stjórnvöld hafi gersamlega brugðist.

Sigurjón Þórðarson, 8.6.2009 kl. 17:26

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Þegar ESB gefur okkur á kjammann, þá eigum við bara að rétta hinn fram og ef þeir gefa okkur högg á hann líka eigum við að kyssa ESB á á kinnina.  Leiðin til áframhaldandi hagsældar Íslendinga liggur í samstarfi og samvinnu við þjóðirnar í nágrenni við okkur. Baldur, baldur ég meinti nú ekki rasskinnina.!

Sigurður Þorsteinsson, 8.6.2009 kl. 20:59

4 Smámynd: Ólafur Þór Guðjónsson

ESB dýrkun samfylkingarinnar er að leiða okkur til glötunar.það er alveg ótrúlegt að safylkingin flaðrar eins og kjölturakki og þorir ekki að styggja ESB ríki, þó að þjóðinni blæði

Ólafur Þór Guðjónsson, 8.6.2009 kl. 22:13

5 Smámynd: Gústaf Níelsson

Íslendingar voru aldrei ribbaldar, sem flúðu frá Noregi. Og ekki hefur þrælahald verið tíðkað hér hinar síðari aldir, þótt kjör fólks hafi verið af ýmsu tagi og verði alltaf. Vandi Íslands er kannski sá að hafa misst öll tengsl vestur um haf, og aldrei hefur landið troðið illsakir við evrópska nágranna sína. Nær væri að ætla að evrópskir nágrannar Íslands hafi kosið á troða illsakir við smæsta nágranna sinn. Mín vegna mátt þú skipa þér í hóp með evrópska kúgunarliðinu, ég ætla að berjast gegn því. Evrópa er að sýna okkur að við eigum enga samleið með henni.  Gamla kúgunargríman er jafnan innan seilingar. Ísland þarf nú að hefja nýja sjálfstæðisbaráttu og þér er ekki treystandi í henni, frekar en öðrum framsóknarkommum.

Gústaf Níelsson, 9.6.2009 kl. 01:15

6 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Þakka sérstaklega indælar athugasemdir að þessu sinni. kv. B

Baldur Kristjánsson, 9.6.2009 kl. 07:40

7 Smámynd: Kristín Gísladóttir

Við Íslendingar erum sjálfstæð þjóð og það eru ekki allar þjóðir sem halda eins mikið upp á þjóðhátíðardag sinn og við. Mér finnst eins og það sé ennþá töluverð hræðsla við að við töpum þessu sjálfstæði okkar að einhverju leyti, ef við göngum í Evrópusambandið. Þó sjáum við og vitum að hinar þjóðirnar í sambandinu eru sömu sjálfstæðu ríkin og þau voru. Munið þið hvað margir voru hræddir við sameiningu sveitarfélaga fyrir nokkru? nú finnst okkur hálf hlægilegt að hafa hræðst það.  Við viljum halda í okkar hefðir sem er gott, en það gengur stundum nokkuð langt, verður hálfgerð þrjóska. Íslendingar eiga eftir að hafa góð áhrif í ESB og við þurfum ekki að skammast okkar fyrir að njóta aðstoðar við að komast yfir mestu fjárhagserfiðleikana. Ég ætla ekki að tjá mig um þá, læt stjórnmálamönnunum eftir að ráða fram úr þeim.

Kristín Gísladóttir

Kristín Gísladóttir, 9.6.2009 kl. 17:13

8 Smámynd: Gústaf Níelsson

Það er ekkert að þakka Baldur minn, en menn verða að vera sæmilega heilsteyptir í afstöðu sinni. Þér hefur t.d aldrei almennilega tekist að finna pólitískan samastað á vinstri kantinum. En er ekki tími til kominn? Ég gæti kannski verið þér innanhandar.

Gústaf Níelsson, 9.6.2009 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband