Félagsfræði þöggunarinnar

Félagsfræði mín er einhvern veginn svona: Eftir því sem hópar eru minni því erfiðara eiga þeir með að taka utanaðkomandi ráðum.  Þetta gildir um klíkur.  Þetta gildir um þorp. Þetta gildir um þjóðfélög. Þetta er varnarmekanismi. Utanaðkomandi afskipti setja valdastrúktúrinn í hópnum í hættu.  Þetta syndrom kemur náttúrulega ennþá betur í ljós ef eitthvað misjafnt hefur átt sér stað í hópnum og snertir fleiri en einn og fleiri en tvo.  Það er því í takt við þessa félagsfræði  ef Eva Joly hrekst burt vegna þess að ekki er farið að ráðlegginum hennar.
mbl.is Eva Joly íhugar að hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Ég held að þessi félagsfræði þín standist.

Ég verð að segja eins og er, ég reiddist þegar ég las þessa frétt.

Ég held að ég, eins og fleiri, hafi treyst því að Eva Joly væri trygging fyrir því að almennilega yrði staðið að þessari rannsókn.

Hólmfríður Pétursdóttir, 10.6.2009 kl. 19:12

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Hárrét greining hjá þér Baldur.

  • Ja glöggt er prests augað, enda þurfið þið ábyggilega oft að vera í erfiðum hlutverkum sálfræðingsins og greinandans í viðkvæmum deilumálum fjölskyldna og fólksins í kirkjusóknunum.

Gunnlaugur I., 11.6.2009 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband