Ragna: Undanþáguheimild Dyflinarsamkomulagsins verði beitt!
11.6.2009 | 11:35
Ragna er flottur Dómsmálaráðherra með hjartað á réttum stað. Nú hefur hún látið gera skýrslu um það hvort hvort endursenda eigi hælisleitendur til Grikklands á grundvelli svokallaðrar Dyflinarreglugerðar, en mjög hefur verið um það deilt. Skýrsluhöfundar leggja til að meginreglan verði sú að hælisleitendur verði endursendir til Grikklands (líkt og Danir gera) á grundvelli nefndrar reglugerðar en hvert mál verði samt skoðað vel m.t.t. þess hvort að viðkomandi muni njóta lögvarinna réttina þar og hvort hætta verði sé á því að hann verði sendur áfram til ríkis sem er á svörtum lista. Sérstaklega sé þessa gætt ef um er að ræða sjúka einstaklinga eða einsömul börn. Þarna er ágætur tónn sleginn en að mínu viti eiga íslensk stjórnvöld oftar en þau gera að beita undanþáguheimild Dyflinarsamkomulagsins þannig að Ísland beri ábyrgð á meðferð hælisumsóknar. Við eigum að standa með fólki eins og kostur er. Og eitt: Í skýrslunni er margtalað um það að ,,endursenda fólk eins og um vöru sé að ræða eða bréf. Tölum frekar um að senda fólk til baka eða láta fólk fara til baka. Skýrslan: http://www.domsmalaraduneyti.is/utgefid-efni/skyrslur_til_radherra/nr/6760
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvað áttu við með því að beita undanþáguheimildinni þannig að Ísland beri ábyrgð? Að beita þessu ákvæði (sem nánast alltaf er gert) er í sjálfu sér afsal á ábyrgð og nú eru íslensk stjórnvöld búin að kveða upp dauðadóm yfir 6 mönnum til viðbótar.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 21:39
Það felst í álitinu að Ísland sé ekki bundið af Dyflinarsamkomulaginu (sem við höfum reyndar vitað) og þar með að ábyrgðin sé okkar og við getum þá veitt fólki dvalarleyfi eða hæli. Ábygðin sé sem sagt okkar. Hingað til hafa stjórnvöld látið eins og þau séu nauðbeygð að senda fólk til baka til fyrsta evrópulands.
Baldur Kristjánsson, 11.6.2009 kl. 22:00
Og hvað hefur breyst? Áttu kannski von á að Ragna komi fram og viðurkenni ábyrgð sína þegar við fáum fréttir af því að einhver sexmenninganna hafi verið limlestur eða líflátinn?
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 08:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.