Blómaskoðunarferð í Skaftafelli

_raefi_vor_2009_013.jpgÉg var farinn að taka efnahagsumræðuna svo nærri mér að ég brá mér í blómaskoðunarferð í þjóðgarðinn í Skaftafelli með engum öðrum en Hálfdáni Björnssyni á Kvískerjum.  Það var satt að segja meiri háttar upplífun þó að það væri rigning allan tímann og maður yrði rennandi blautur jafn vanbúinn og maður er alltaf.  Gengið var austur með hlíðinni áleiðis að Skaftafellsjökli og Hálfdán strollaði út fyrir stíg á tveggja mínútna fresti og við á eftir inn í rennvott kjarrið og fræddumst um nafngiftir blómanna og kenningar um uppruna nafnanna. Náttúran fær annan blæ þegar augu hins merka náttúrufræðings hjálpa okkur til að skynja hana. Þessi náttúruskoðunarferð var að undirlagi þjóðgarðsins en þar ræður nú ríkjum Regína Hreinsdóttir sem er á myndinni með Hálfdáni Þar sem þau standa með börn fyrir framan sig.  Börnin heita_raefi_vor_2009_014_863090.jpg_raefi_vor_2009_016.jpg_raefi_vor_2009_018.jpg_raefi_vor_2009_019.jpg Svanlaug Halla og Rúnar.  Það verður enginn svikinn af því að koma í þjóðgarðinn taka þar gönguferðir með eða án leiðsögu um þetta yndislega svæði þar sem fágætar gróðurtegundir þrífast í nábýli við jökla og sanda, sannkölluð náttúruparadís. Ég tók nokkrar myndir og þarf ekki að spyrja að því að Hálfdán er þessi með regnhlífina. Á myndunum má meðal annarra kenna Jóhann bónda í Svínafelli og Brynju á Hofi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband