Stjórnsnilld Jóhönnu Sigurðardóttur
15.6.2009 | 14:36
Jóhönnu Sigurðardóttur og ríkisstjórn hennar er að takast að búa þannig um hnútana að það verður enginn pólitískur ávinningur að því að bregða fæti fyrir ESB umsókn. Mikill meirihluti Íslendinga vill, tel ég, búa við eðlilegt pólitískt samband við meginland Evrópu. Vill geta hindrunarlaust keypt þaðan vörur og flutt þaðan vörur. Vill hindunarlaust geta flutt til meginlandsins, starfað þar og fjárfest. Og ég tel sömuleiðis að drjúgur meirihluti Íslendinga sé á þeirri skoðun að Icesave samkomulagið sé nauðsynlegt ef við ætlum ekki að lifa í einhverju barbaríi hér til eilífðarnóns. Það mun enginn fitna pólitískt á því að fella Icesave samkomulagið enda yrðum við þá á ömurlegum byrjunarreit. Stóryrtar yfirlýsingar Sigmundar Davíðs og Eyglóar Harðardóttur um landráð, voðaverk og ánauð vekja furðu. Það er ekki að sjá að þau tali fyrir hæglátan, ábyrgan bændaflokk.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þegar núverandi ríkisstjórn var mynduð fannst mér það veikleiki að taka ekki framsókn með. Einmitt af því að VG er klofinn flokkur í mörgum grundvallarmálum. en einsog Frammarar hafa talað undanfarið á þingi bendir það ekki til þess að þeir séu tilbúnir í alvöru lífsins. Kannski eftir 4 ár!
Gísli Ingvarsson, 15.6.2009 kl. 15:33
"Stórsnilld" Jóhönnu við að læða okkur inní ESB segirðu og láta okkur líka taka á okkur drápsklyfjar ICESLAVE vitleysunnar.
Allt til að geta ekið á ESB hraðlestinni inní ESB dýrðina !
Er þetta ekki bara "tær snilld" eins og Landsbankastjórinn hældi sér af með ICESAVE málið.
Nei fleiri og fleiri eru að sjá að ESB er sjálft á brauðfótum og veitir smáríkjum enga hjálp í efnahagshruninu, nema síður sé. Þar er ekkert skjól eins og reynt er að ljúga að okkur.
Fleiri og fleiri sjá að þessi óburðugi ESB- keisari vafrar um sviðið algerlega klæðalaus.
Svona miðstýrð allt um vefjandi kerfi munu aldrei verða okkur mannkyni til góðs, það ætti sagan að hafa kennt okkur.
ESB- APPARATIÐ er beint tilræði við lýðræðið í Evrópu !
Gunnlaugur I., 15.6.2009 kl. 15:40
Ég veit ekki hvaðan þú hefur þessa visku um vilja meirihlutans. (að þú telur) Mín upplifun er alveg á hinn veginn. Við getum veri i viðskiptum viðskiptum og vinasambandi við evrópuþjóðir án þess að vera í þessu bandalagi. Ef kostirnir eru að vera úti í kuldanum í alþjóðasamfélaginu, eins og hræðsluáróður Samfylkingarinnar hljóðar, þá er augljót að menn eru ekki að leita þarna af frjálsum vilja heldur eftir kúgun og afarkostum. Það er kannski eðlilegt að krirjunnar manni finnist það góður díll, þar sem öll hans heimspeki byggir á sömu ógn.
Jón Steinar Ragnarsson, 15.6.2009 kl. 15:48
Mun mikill meirihluti Íslendinga vilja taka undir þessar fullyrðingar þjóðkirkjuprestsins?
Við höfum búið við óeðlilegt pólitiskt samband við meginland Evrópu!
Við höfum hindrunarlaust ekki getað keypt þaðan vörur og flutt þangað vörur!
Við höfum hindrunarlaust ekki getað flutt til meginlandsins, starfað þar og fjárfest!
Icesave samkomulagið er nauðsynlegt ef við ætlum ekki að lifa í einhverju barbaríi hér til eilífðarnóns!
Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 16:43
Það er athyglisvert að þeir einu sem ég hef séð lýsa yfir stuðningi við Icesave-samning ríkisstjórnarinnar, fyrir utan Steingrím J. Sigfússon og Svavar Gestsson, eru harðir Evrópusambandssinnar. Sem aftur er kannski ekki svo ýkja athygisvert þegar það er haft í huga að samningurinn felur í sér að við Íslendingar leggjumst flatir og leyfi Evrópusambandinu ásamt brezkum og hollenzkum stjórnvöldum að traðka á sér á skítugum skónum.
Hjörtur J. Guðmundsson, 15.6.2009 kl. 17:29
Við erum gjaldþrota þjóð sem ekki stendur undir að greiða af erlendum lánum sínum nema þá aðeins að lífskjör verði færð svo langt niður að landsflóttinn verður talinn í 5 stafa tölu og meðalaldur lækkar um áratug sem aftur kemur í veg fyrir að við getum haldið áfram að borga. Ef við horfumst ekki í augu við þessa staðreynd núna neyðumst við til að horfast í augu við hana eftir nokkur ár í enn verri stöðu til að takast á við ástandið.
Með atkvæðagreiðslunni á þingi um ICESAVE getum við valið að taka þetta uppgjör núna við erlenda lánadrottna vora eða skrifað gúmmítékka og tekist á við það aðeins seinna. Það er valkosturinn sem við stöndum frammi fyrir.
ESB eða ekki ESB er bara aukaatriði í því samhengi nema þú teljir okkur geta samið um skuldaafléttingu við inngöngu í ESB.
Héðinn Björnsson, 15.6.2009 kl. 17:52
Jón Valur Jensson, 16.6.2009 kl. 01:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.