Kalt í fleiri en einum skilningi!

Það var alltaf kalt á 17. júní. Ég var leiddur á sokkabuxum niðrí bæ með íslenskan fána og ískraðist þar um í kuldagjólu þar til ég fékk að fara til ömmu minnar sem bjó í Unuhúsi og gaf mér kakó. Vorið á Íslandi veldur iðulega vonbrigðum.  Þessi vonglaða þjóð lítur til vorsins með bjartsýnum hug (líkt og hún sé að fara að horfa á íslenska landsliðið í fótbolta) og rekur sig alltaf á  það sama.  Á Íslandi er kalt. Því miður er kalt í fleiri en einum skilningi hjá mörgum þetta vorið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héðinn Björnsson

Jamm, vonbrigðin með vinstravorið eru gífurleg og skilur eftir sig svikul frostbit sem við munum ekki gleyma í bráð.

Héðinn Björnsson, 16.6.2009 kl. 12:46

2 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Áhugamaðru um stjórnmál ætti að gera sér grein fyrir orsökum hretsins!

Baldur Kristjánsson, 16.6.2009 kl. 12:49

3 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Það áttu ekki allir ömmu í Grjótaþorpi, en Hjálpræðisherinn kom í staðinn og kemur enn. Alltaf heitt kaffi og kakó og með því í Herkastalanum 17. júní.

Svo ég fari alveg út af brautinni þá þykir mér mikið til þess koma sem Herinn er að vinna úti í Örfyrrisey fyrir útigangsfólk í borginni. Þar er hlýtt.

Hólmfríður Pétursdóttir, 16.6.2009 kl. 12:57

4 identicon

Fólk er fljótt að gleyma, Baldur. Virkisvetrinum kenna menn vinstri mönnum, hugaðu þér.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 20:41

5 identicon

Vinstri menn eru stikkfrí.

Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband