Evrópusambandsaðild í aðsigi!
17.6.2009 | 17:17
Evrópusambandssinnum vex fiskur um hrygg í Noregi. Ef Írar eru ekki búnir að samþykkja Lissabonsáttmálann þá gera þeir það fjótlega. Í ljós hefur komið að andstæðingar sambandsins lugu því, ásamt öðru, að að Lissabonssáttmálinn þýddi það að fóstureyðingar yrðu að vera frjálsar. Að minni hyggju sjá æ fleirri Íslendingar að ESB aðild ásamt upptöku Evru er besta leiðin til þess að ná fram stöðugleika hér á landi, til þess að ungt fólk ílendist hér, til þess að varðveita sjálfstæðið. Nægilega margir Sjálfstæðismenn munu sitja hjá til þess að umsókn frá okkur fer í sumar. Forysta Framsóknar er hins vegar að mála sig út í horn með gífuryrðum. Hinn evrópusinnaði flokkur Halldórs Ásgrímssonar er orðinn neikvæður og hefur snúið höfðinu inn til dala í stað þess að líta til hafs.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Finnst þér enginn hroki fólginn í því að segja: "Ef Írar eru ekki búnir að samþykkja Lissabonsáttmálann þá gera þeir það fjótlega"
Írar sögðu NEI og því ætti það ekki að standa? Ekki reyna að halda því fram að það þurfi að kjósa aftur því það var "logið" að Írum. Menn kjósa eftir eigin sannfæringu í kosningum hvort sem það vegna málefna eða einhvers annars. Jóhanna laug því að hún myndi koma á fót öflugri verkstjórn í landinu, sem hún hefur ekki gert og mun aldrei gera svo eigum við ekki að kjósa aftur?
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 20:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.