Nokkrir kaldir dagar á Skaganum!

AKRANESKULDI 2009 023AKRANESKULDI 2009 025Á meðan umræða um ESB geysaði á heimasíðu minni var ég á fótboltamóti á Akranesi sem foreldri drengs í 7.flokki Ægis sem er knattspyrnufélag í Þorlákshöfn. Fótboltaköppunum tókst vel upp unnu bæði og töpuðu og gerðu jafntefli..  Enginn meiddist og enginn sleppti sér. Nokkur góð tilþrif sáust. Foreldrarnir úr Þorlákshöfn og annarsstaðar að voru til fyrirmyndar.  Allir sem við hittum á Akranesi tóku okkur vel, fólkið á Bakkatúni 20 þar sem við feðgarnir gistum ásamt litlu systur, fólkið í Olís skálanum sem bjó til fínar samlokur, fólkið í veitingatjöldunum og aðrir foreldrar.  Allir komu fram af stakri kurteisi. Það eina sem var að það var kuldinn, það var fimbulkuldi, það var alveg hræðilega kalt. Þetta er rokraskat.  Fyrst var hann á norðan, síðan austan, sami kuldinn. En það hittist nú bara svona á.  Þarna er ábyggilega stundum hlýtt. Og rosaleg helgi: Ég sá bæði Eið Smára og Hermann Hreiðarsson.

Á myndinni efst sjáum við hið frábæra lið Ægis ásamt þjálfara sínum Garðari Geirfinnssyni. Á öðrum myndum foreldra í kuldanum. Aðeins fegurð leiksins hélt á þeim hita.AKRANESKULDI 2009 004


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Hvað ertu að kvarta maður..það var bara um 20 vindstig og við frostmark...á köflum..gott þess á milli....Annars stóðu sig allir vel á skaganum og voru öllum til sóma..sem og framkvæmdaraðilar... bara stórkostlegt.og allsstaðar var brosið nr.1....Já var ekki fínnt á Bakkatúni?? Kveðja frá strætóbílstjóranum...en þið komuð víst aldrei með mér..

Halldór Jóhannsson, 21.6.2009 kl. 21:38

2 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Já, ekki má gleyma framkvæmdaaðilunum.  Allt virtist ganga upp og alælt á réttum tíma. Frábær frammistaða. Og ég vissi ekki um strætóinn og bíllinn var svo sem nauðsynlegt af og til skjól í kuldanum. Kv.

Baldur Kristjánsson, 22.6.2009 kl. 08:59

3 Smámynd: Halldór Jóhannsson

 Strætóinn gekk nú reyndar bara frá Brekkóbæjarskóla að Íþróttamiðstöð...Já þeir sem unnu við mótið aldeilis búið að standa sig vel...velkominn að ári..

Halldór Jóhannsson, 22.6.2009 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband