Hvað varð um hið skemmtilega samfélag síðustu aldar?
22.6.2009 | 08:54
Knattspyrna er eitt af tækjum auðvaldssamfélagsins til þess að fá okkur hveitipokana til þess að gleyma stund og stað og halda áfram að láta kúga okkur og það gerðist í gær með mig þegar Fram vann KR 3-0. Ég var staddur í sjónvarpsstólnum mínum þegar ég heyrði tíðindin og stökk upp úr honum alsæll og alkátur, steingleymdi Icesave og Kópavogi jafnvel Evrópusambandinu um stund. Við höfum ekki unnið þá síðan þeir svindluðu á okkur í innkastinu hérna forðum daga. Í morgun hef ég lesið um þennan glæsta sigur í öllum þeim blöðum sem ég hef náð til sem sagt Morgunblaðinu, áður fyrri las maður um þetta líka í Tímanum og Þjóðviljanum og síðar um daginn í Vísi eða Dagblaðinu. Það er fábreyttara núna. Hvað varð um hið skemmtilega samfélag síðustu aldar?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.