Cafe Tulinius á Höfn
22.6.2009 | 13:42
Var á þvælast á Höfn um daginn. Frábær staður. Flott sundlaug, glæný, feykilega vel heppnuð, falleg (blátt vatnið í lauginni rennur saman við bláhvítan jökulinn sem hverfur í bláan himininn...). Fór á eftir í Cafe Tulinius þar sem Gauti Árnason töfraði fram ristaðar beyglur....ég ætla ekki að segja með hverju. Þær voru ofboðslega góðar og viðmótið allt og þjónustan. Toppeinkunn. Þau reka þetta saman Gauti og konan hans Ragnheiður Rafnsdóttir. Cafe Tulinius er til húsa í því sem kallað var fundarhús kaupfélagsins austast við Hafnarbrautina norðanmegin. Þar bjuggu Ásgrímur Halldórsson og Guðrún Ingólfsdóttir konan hans. Þar ólst upp Halldór Ásgrímsson. Við hliðina rekur Anna Lú ásamt fleirum Humarhöfnina er mér sagtþar var skrifstofa KASK. Þangað kom maður stundum inn í þröngar kytrur önnum kafinna skrifstofumanna. Þetta var áður en okkur bar af leið. Áður en gróðinn af verslun fór úr byggðarlögum til þess að fjármagna snekkjur auðmanna í skattaparadísum.
Myndin er af húsi Humarhafnarinnar. Cafe Tulinius er til hægri utan við myndina. Notið ímyndunaraflið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:54 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.