,,Sveitamennska" eða ,,nesjamennska" á Stöð 2

,,Allir aðilar málsins voru af erlendu bergi brotnir, en búsettir hér á landi” hljómaði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.  Hvað ljósi varpaði þetta á fréttina fréttastjóri góður.  Flestar alvöru fréttastofur í Evrópu fara að þeim tilmælum Evrópuráðsins að sleppa svona föðurhúsatilvísunum ef þær varpa ekki neinu nýju ljósi á fréttina. Þær ala á fordómum.   Nú þarft þú fréttastjóri góður að geta þess ef brotamenn eru af íslensku bergi brotnir.  Tíunda þetta nákvæmlega alltaf.  Líka þegar fréttir eru góðar. Ekki sakar að geta þess ef fólk er frá Akureyri o.s.frv. Þetta er ,,sveitamennska" svokölluð sem þú fellur í og haft var um þá sem ekki höfðu vanist lífinu í þéttbýlinu. Réttara væri kannski að tala um nesjamennsku? Tekur ekki tilmælum frá útlöndum? Íslenskumennska gæti það heitið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ThoR-E

er ekki eðlileg fréttamennska að segja frá fréttunum eins og þær eru.

afhverju þarf að halda leyndu einhverju í fréttinni?

mér sýnist pólitísk rétthugsun þín vera komin út í vitleysu.

ThoR-E, 22.6.2009 kl. 20:39

2 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Fréttir eru í eðli sínu upplýsingar. Upplýsingar sem skipta máli. Þess vegna þarf að vera ástæða fyrir því þegar þjóðerni manna er nefnt. Þá er ekki bara verið að nefna viðkomandi málefni heldur eru líka viðbótarupplýsingar. Sem eru ekki frétt nema fréttin snúist um þjóðerni viðkomandi. Ef hún gerir það ekki, þá á þjóðernið að liggja milli hluta.

Margrét Birna Auðunsdóttir, 22.6.2009 kl. 21:06

3 Smámynd: Gústaf Níelsson

Er það einhver útnesjamennska að segja hlutina nákvæmlega eins og þeir eru? Því miður hefur eftirlátssöm stjórnvaldsstefna laðað til landsins óbótalýð, sem gott væri að vera laus við. Hins vegar er engin ástæða til þess að amast við heiðvirðu fólki, hvaðan sem það kemur.

Gústaf Níelsson, 22.6.2009 kl. 23:05

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Mér finnst munur á útlendingum og af erlendu bergi brotnir.  Nýbúar með íslenskan ríkisborgararétt, eru af erlendu bergi brotnir.  Hinir eru útlendingar, ég held að þeir séu þessir sem eru að berja hver á öðrum. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.6.2009 kl. 01:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband