Falin fegurð á Mýrunum!
23.6.2009 | 08:03
Það eru fáir á ferli uppi við Fláajökul og Heinabergsjökul á Mýrum í Austur Skaftafellssýslu. Þó er stórfenglegt við rætur skriðjöklana. Á Mýrunum er falin fegurð. Uppeftir að að jöklum aðeins illa merktir slóðar. Mýrarhreppur hinn forni er í meginatriðum landsvæði sem maður ekur hratt í gegn um á leið austur eða suður. Á þessum kafla eru tugir kílómetra milli fjalls og fjöru. Áður fyrri hlupu jökulárnar til og frá en nú hafa varnargarðar komið reglu á sýstemið. Þarna er gott að þvælast ef fólk vill njóta íslenskrar náttúru í friði og spekt. Og svo er líka hægt að fá sér ís í Árbæ og bændagisting er nokkur á þeirri bæjartorfu. Brunnhóll held ég sé meðal þeirra sem auglýsa sig.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.