Byggingarkrani í Selvogi!

Uppsveiflan Reykjanes vor 2009 001kom aldrei í Selvoginn, vestustu sveit Árnessýslu, þar sem Strandarkirkja ræður ríkjum.  Þessi fallegi héraðsstubbur svaf að mestu leyti af sér góðærið.  Lífið gekk sinn vanagang. Þó var byggt þar kaffihús. Nú er öldin önnur. Nú er þar risinn byggingarkrani í stíl höfuðborgarsvæðisins.  Fyrsti byggingarkraninn í Selvogi.  Það mætti halda að æðið hafi náð þangað og ekki frést af hruni. Já og nei, það stendur tilReykjanes vor 2009 003 að byggja brú yfir ósinn sem tengir Hlíðarvatn við Atlantshafið. Suðurstrandarvegur skal þar liggja á brú. Við hann hefur verið unnið dag og nótt undanfarin misseri og eru undirstöður hans komnar alla vega langleiðina á milli Þorlákshafnar oig Krísuvíkur. Klikkið á myndina helst tvisvar þá sést betur einsemd kranans.  Fleiri myndir á kirkjan.is/strandarkirkja


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband