Stjórnin á siglingu-ekki veitir af!

Sagt það áður. Segi það enn: Jóhanna Sigurðardóttir er góður forsætisráðherra.  Vinnusöm, dugleg og klók. Hún hefur líka sér við hlið mjög vinnusaman og skynsaman fjármálaráðherra.  Stöðugleikasáttmálinn er frábær árangur og hefði auðvitað ekki komið til nema vegna þess að Vilhjálmur Egilsson og Gylfi Arnbjörnsson eru alvörumenn og endurspegla alvörufólk. Næst er það samþykkt Icesave og síðan umsóknaraðild að ESB.  Gangi þetta eftir verður Ísland á hraðri leið út úr vandanum. 

Því miður virðist það vera lenska að tala ríkisstjórnina niður. Það er furðuleg árátta. það stendur samt til bóta t.d virðist Framsóknarflokkurinn vera þagnaður og það er sannast að segja mikil hvíld í því. Vonandi halda hin hófsamari öfl um málbeinið þegar hann byrjar aftur.

En meginhættan er innan úr þeim hópi vinstri grænna sem telur hjartað ráð för. það fólk skyldi átta sig á því að hlutverk hjartans er að dæla blóði en það er heilinn sem ræður til hvers hjartað er að því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Verði þér að góðu en nei takk með Icesafe en þá fylgir hrina að lögsóknum fyrirtækja sem heimta það sama og einstaklingar sem lögðu inn á icesafe reikning.

Valdimar Samúelsson, 25.6.2009 kl. 20:39

2 Smámynd: Einar Guðjónsson

Það á nú eftir að koma í ljós hvort ´´stöðugleikasáttmálinn´´ feli í sér stöðugleika.Þýðir að sinni aðeins að Gylfi A  Sí. ætlar ekki að mótmæla og skrifar undir skattahækkanir og niðurskurð eins og hann hefur alltaf gert.Nafnið á samningnum  ber með sér að enginn hefur trú á honum.Því miður aðeins misnotkun á túngumálinu. Enn er engin umræða um siðrofið í samfélaginu og bankastjóraparið S og J eru ekki að taka á því.

Einar Guðjónsson, 25.6.2009 kl. 21:00

3 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Valdimar

 Hvað hefur þú fyrir þér í því ? ... þetta voru milliríkjadeilur út af ríkisábyrgð sem voru studdar af breskum stórveldum. Hvernig ættu þessi fyriræki að fá þann hljómgrunn sem icesave deilan fékk ? 

Brynjar Jóhannsson, 25.6.2009 kl. 22:25

4 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Alveg hárrétt hjá þér séra minn....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 26.6.2009 kl. 16:08

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Baldur það eru margar hliðar á málunum en ekki bara ein. það veist þú örugglega. það sem lítur út fyrir að vera rétt í dag getur verið um það bil alrangt á morgun. það hafa dæmin sannað.

þess vegna verður að kynna sér allar hliðar áður en tekin er afstaða. Ég tel að Jóhanna og Steingrímur séu að reyna eftir bestu vitund að leysa málin. Spurning hvort vitundin sé alveg næg.

þar getum við hin komið til hjálpar með málefnanlegar og vel rökstuddar upplýsingar um það sem þau kanski sjá ekki.

þannig vinnur fólk saman. Ég og þú berum líka ábyrgð á að sjá allar hliðar á málunum en ekki bara þau tvö.

það getur enginn sem vill njóta þess að vera kosningahæfur íslendingur fríað sig frá þeirri ábyrgð að kynna sér málin ofan í kjölinn. það þarf að vinna með stjórnmálamönnum sem vilja snúa stefnu spillingar við á Íslandi.

Ég trúi raunverulega að það sé vilji til þess á þingi, alla vega þar til ég sé annað.

það er ervitt að leiðrétta spillingu síðustu áratuga. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 26.6.2009 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband