Icesave fellt - mögulegar afleiðingar!

Verði Icesave fellt fellur ríkisstjórnin.  Það er augljóst. Þá er aðeins ein önnur stjórn í spilunum, ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks, ríkisstjórn um brýnustu aðgerðir.  Við myndum strax segja við okkur viðsemjendur og hið svokallaða alþjóðasamfélag.  Veriði róleg.  Hér er ekkert alvarlegt á ferðum. Við erum að mynda hér ríkisstjórn helstu ráðaafla samfélagsins og það sem hún semur um mun standa.  Við þurfum lítilsháttar lagfæringar á samningnum t.d. lægri vexti en getum fallist á hærri höfuðstól á móti.  Við ætlum að borga.  Við erum hvorki draumóramenn né siðleysingjar.  Við gerum okkur grein fyrir ábyrgð Íslands sem þjóðar, það hugtak er ekki dautt enn.  Þessi neyðarstjórn semur síðan um ráðstafanir í ríkisfjármálum, embættimenn verða virkari og forsvarsmenn atvinnulífsins þegar flokkur þeirra Sjálfstæðisflokkurinn verður kominn aftur, sveitarstjórnarmenn sveigjanlegri, hægt verður að ræða við LÍÚ.  Þessi neyðarstjórn mun síðan ganga til samninga við ESB.  Í samninganefndinni verða kröftugir fulltrúar sjávarútvegsins, enginn talar lengur um fyrningarleið. Kraftur verður settur í stóriðjuframkvæmdir. Eftir svona ár eða eitt og hálft verður kosið til Alþingis jafnhliða því að kosið verður um aðildarsamning.  Ríkisstjórnarfokkunum gengur vel. Bjart verður framundan. Við á leið upp úr lægðinni. Aðildarumsókn kallar á kraftmikla vinnu og enduskipulagningu á öllum sviðum samfélagsins, nýjar hugmyndir kvikna, bjartar vonir vakna.  Samfylkingin hefur náð fram helsta markmiði sínu, aðildarumsókn, Sjálfstæðisflokkurinn hefur sýnt fram á að án hans næst ekkert fram. Upp úr þessu kemur þó væntanlega einhvers konar miðjustjórn undir forystu annars hvors flokksins.

Og slagorðið ,,Aldrei aftur vinstri stjórn” fær nýja vængi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Æ hvað þetta er hallærisleg hótun um að Vg hafi verra af, ef þingmenn flokksins eru ekki tilbúnir að skrifa upp á "samning" sem felur augljóslega í sér gjaldþrot landsins.

Sigurjón Þórðarson, 27.6.2009 kl. 10:36

2 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Ég er bara að láta hugann reika um það sem gæti gerst Sigurjón. Aðeins þeir sem hafa völd geta hótað. kv. B

Baldur Kristjánsson, 27.6.2009 kl. 10:39

3 Smámynd: Fríða Eyland

Getur verið að þú sért að telja vitlaust uppúr kössunum ?

Fríða Eyland, 27.6.2009 kl. 11:06

4 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Mestu mistök VG voru að mynda ónýta ríkisstjórn með SF. Steingrímur skilur þetta alls ekki. Ég vona að svikasamningurinn um icesave verði felldur, ríkisstjórnin leggi upp laupana og mynduð verði 4ra flokka stjórn án samfylkingar. Þá fyrst er von til þess að við eigum einhverja möguleika á að endurreisa landið.

Sigurður Sveinsson, 27.6.2009 kl. 11:26

5 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Mikil er trú þín klerkur.

Ólafur Eiríksson, 27.6.2009 kl. 12:54

6 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Sjálfstæðismenn flykkjast örugglega í messu hjá þér um helgina, Baldur.... Greinilega sóknarfæri þarna fyrir Þorlákshafnarsókn!

Ómar Bjarki Smárason, 27.6.2009 kl. 13:17

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ef VG lyppast niður við þessa hótun þína þá vona ég að Bessastaðabóndinn gefi þjóðinni kost á að kjósa um þessar drápsklyfjar sem þú vilt leggja á hana í þágu  Evrópuhugsjóna.   Samningurinn yrði kolfelldur í  slíkri kosningu því milli 80-90%  landsmanna eru á móti samningnum sem er algjört klúður. Ég hvet þig til að lesa þetta hér.

Sigurður Þórðarson, 27.6.2009 kl. 14:41

8 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Nei takk, ekki Samfylkinguna aftur. Við sjálfstæðismenn munum ekki hafa geð á slíku samstarfi í nánustu framtíð, og höfðum margir hverjir ekki 2007 heldur.

Hjörtur J. Guðmundsson, 27.6.2009 kl. 15:56

9 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Ef stjórnin fellur er annars eðlilegast að boðað verði til nýrra kosninga.

Hjörtur J. Guðmundsson, 27.6.2009 kl. 15:58

10 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Og að lokum þá var ríkisstjórnin ekki mynduð um Icesave. Ef ríkisstjórnin fellur verður það vegna þess að Samfylkingin fer í fýlu.

Hjörtur J. Guðmundsson, 27.6.2009 kl. 15:59

11 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Framsóknarmenn studdu minnihlutastjórn Samfylkingar og VG. Sigmundir Davíð vildi vinstri stjórn og það var alveg eðlileg afstaða eftir langan valdatíma Sjálfstæðisflokksins. Eftir reynsluna af stuðninginum við minnihlutastjórnina kom niðurstaðan. Við getum í framtíðinni unnið með VG, en aldrei aftur samstarf við Samfylkinguna. Meira að segja hér á blogginu, gat Samfylkingarfólkið ekki leynt hatri sínu á Framsóknarflokknum.

VG er gert að samþykkja afarkosts samninga við Icesave og síðan skulu þeir troða ESB upp í kokið á sér, ef ekki einhvers staðar annar staðar. Margir úr Vinstri Grænum eru búnir að fá nóg.

Innan Borgarahreyfingarinnar er vaxandi óþol fyrir Samfylkingunni. Trúmennska þeirra fer dvínandi með hverjum deginum sem líður.

Innan Sjálfstæðisflokksins er enginn vilji til þess að vinna með Samfylkingunni. Ingibjörg Sólrún var leiðtogi sem hægt var að vinna með, en fáum öðrum er treystandi.

Þegar Icesavesamningunum verður hafnað, þá er Samfylkingin í minnihluta, þar sem enginn vill vinna með þeim. Eina sem getur bjargað þessu ríkisstjórnarsamstarfi er að Icesave verði samþykkt, á þeim grunni að stjórn þessara fáránlegu samninga hafi verið í höndum VG, Svavars Gestssonar og þess vegna geti VG ekki annað en neytt sitt lið til þess að samþykkja samningana.

Ef ríkisstjórnin fellur ekki á Icesave, þá fellur ríkisstjórnin á ESB. Þetta er ekki spurning um hvort heldur bara hverning.

Sigurður Þorsteinsson, 27.6.2009 kl. 17:06

12 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Vildi helst sjá VG með Framsókn, sem varin væri af sjálfstæðisflokki.

Birgir Örn Guðjónsson, 27.6.2009 kl. 17:09

13 Smámynd: AK-72

Ríkistjórn sem inniheldur SjálfstæðisFL-okkinn, er ekki ríkistjórn sem mér ber að greiða skatta til né fylgja að málum, og ekki kemur til greina að fylgismenn frjálshyggjunar fái að ganga til óspilltra mála við að koma í veg fyrir rannsókn á hruninu, misnotkun á aðstöðu til einkavinavæðingar líkt og er að gerast með HS á Suðurnesjum, og óbreyttu fyrirkomulagi spillingar, sérhagsmuna og yfirráðum herrastéttar LÍÚ, auðmanna og bankamanna. Nei takk, aldrei aftur, það þýðir landflótta í besta falli, borgarastyrjöld í versta falli.

Hversvegna er annars ekki hafinn opinber rannsókn á mútunum til Sjálfstæðisflokksins? Getur einhver svarað því? Þarf maður að fara sjálfur og kæra

AK-72, 27.6.2009 kl. 18:16

14 identicon

AK-72: Nú ætla ég ekki að bera í bætifláka fyrir Sjálfstæðisflokkinn þannig séð.

Hinsvegar skil ég ekki hvers vegna þér þykir Samfylkingin þolanlegri. Samfylkingin snérist til varnar Baugi í baugsmálunum, söng útrásarsönginn hæst, leiddi andstöðuna gegn fjölmiðlalögunum, var í mjög óeðlilegum tengslum við auðmenn (sbr. t.d næturfund Björgvins G. með Jóni Ásgeiri), sat í hrunstjórninni og fór með bankamálaráðuneytið á meðan að Icesave tútnaði út í óviðráðanlegar stærðir, tók við álíka stórum ósiðlegum styrkjum og Sjálfstæðisflokkurinn og faldi það fram yfir kosningar!!

Ég sé lítin mun á þessum flokkum hvað varðar afglöp eða óeðlilega stjórnarhætti. 

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 27.6.2009 kl. 18:39

15 Smámynd: AK-72

Fyrir það fyrsta þá er ég ekkert sérlega hress með Samfylkinguni og tel að hún þurfi að axla sína ábyrgð á hruninu betur og margt þar á bæ sem ég eer ósáttur við. Aftur á móti hefur hún það sér til varnar að hún sat aðeins í eitt og hálft ár við völd ólíkt 18 árum Sjálfstæðisflokkssin sem skapaði hér Fjórða ríki Frjálshyggjunar og ber langmestu ábyrgðina á öllu saman en hefur ekki haft vit á þvi að sýna snefil af ábyrgð og hefur einbeittan vilja til þess að viðhalda hér spillingu og yfirráðum herrastéttar auðmanna, kvótagreifa og bankamanna. Í raun var það algjör skömm að þeim skyldi detta það til hugar að bjóða sig fram til þings nú, hefðu sýnt raunverulega iðrun með að halda sér heima með mútunum sem þeir þáðu fyrir að liðka fyrir einkavæðingu á hlut ríkisins í HS til FL Group og svo átti Landsvirkjun að renna til Landsbankans.

En svo við klárum þetta mútumál, Hans, þá er einn munur varðandi upplýsingarnar þar. FL-okkurinn þáði þessar 50 millur kortér í að það átti að setja þak á greiðslur og vissi það fullvel. Einnig að þetta eru bara mútur til flokkskrifstofunar og ólíkt Samfylkingunni, þá hafa þeir ekki gefið upp í Valhöll, hvað þeir þáðu mikið af mútum í gegnum aðildarfélögin. Hvað ætli t.d. hafi runnið í gegnum FL-okksfélagið í Reykjanesbæ i tengslum við HS og Geysi Green? Samfylkingin sýndi þó þann manndóm að setja fram upphæðirnar allar fyrir þetta ár og það er allavega skref í rétta átt þó upphæðirnar hafi verið sumar hverjar ansi vafasamar að manni finnst.

En hvað varðar upptalningu þína á hlutum, þá er ýmislegt þar, sem ég get ekki tekið undir. Fjölmiðlalögin voru handónýt og hefndaraðgerð, snðin að einu fyrirtæki sama hvað fólki finnst um það fyrirtæki. Það var frekar augljóst og hver sá sem las yfir fjölmiðlalögin og allt í kringum þau varð það ljóst að þessi lög voru engan veginn ásættanleg, nema í augum þeirra sem gengu í gæsagang við firrt óp Foringja hins Fjórða ríkis Frjálshyggjunar og jörmuðu honum til stuðnings:"D-a-a-víð gó-ó-ó-ður! Bau-u-ugur v-o-o-ondur!". Reyndar hefur hrunið svo sýnt flestum að báðir aðilar hafa lagt landið í rúst og báðir jafnmikiir skaðvaldar gegn íslenskri þjóð.

Ég get svo sem ekki tekið undir þetta með að Samfylkingin hafi sungið útrásarsönginn hæst, kannski einstaka sinnum söngið hann jafnhátt og Davíð og Hannes Hólmsteinn en aldrei toppað þeirra tóntegund, sérstaklega þegar kom að Björgúlfunum. Ef þú byggir fullyrðinguna um vörnina fyrir baugi á Borgarnesræðunni frægu eingöngu, þá blæs ég á það, bið þig að lesa hana aftur yfir.Hið besta mál að losna þó við Ingibjörgu Sólrúnu úr stjórnmálum og ákveðin kaldhæðni í því að hún fari á sama tíma með skömm, líkt og hennar karlkyns alter-egó sem Kristurinn í Seðlabankanum var..

En tengslin við auðmenn get ég kvittað upp á og ábyrgð á hruninu er þeirra líkt og Framsóknar einnig. Sjálfstæðisflokkurinn ber þó höfuðábyrgð á hörmungum Ísland, þeir hönnuðu kerfið, þeir framfylgdu geðveikinni sem felst í því Fjórða ríki Frjálshyggjunar sem þeir innleiddu og á skipulagan hátt í heimsku og hroka græðginnar, sáu þeir til þess með gjörðum sínum, að hrunið varð algjört.Aldrei aftur Sjálfstæðisflokk, enda rufu þeir samfélagssáttmálann og hafa ekkert lært, nákvæmlega ekkert gert til þess að reyna að bæta fyrir gjörðir sínar, aðeins er hugsað þar á bæ um að ná völdum aftu.

Það verður engin sátt, ekkert réttlæti né nokkur von með Sjálfstæðisflokk við völd. Við getum þá alveg eins kveikt í kofanum og farið þá, því það eru endalok þjóðarinnar sem slíkrar.

AK-72, 27.6.2009 kl. 19:27

16 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Hrunstjórnina aftur ! Hún er búin að vera allt of lengi frá !

Hildur Helga Sigurðardóttir, 27.6.2009 kl. 19:45

17 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Ofstækisfyllstu þjóðernissinnarnir í VG eru ekki vinstra neitt. Þjóðernishyggjan og Marxismi eru andstæður eins og Karl gamli Marx gerði skýrt grein fyrir. Af þessari ástæðu að það er ekki „vinstri“ er draumur þessa fólks alltaf fyrst og fremst að ná saman með öðrum ofstækisfullum þjóðernissinnum, þeim sem ekki hafa villst á rangan vegarhelming. ÞAð fólk vildi aldrei samvinnu við anarkíska kommúnista (ekki alræðissinnaða) eða jafnaðarmenn, það er fyrst og síðast stjórnlyndir þjóðernissiannar.

Helgi Jóhann Hauksson, 28.6.2009 kl. 02:40

18 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Ég persónulega sé ekkert að því að fella þennan samning, þetta er lélegur samningur og við höfum ekkert með þennan samning að gera, með því að fella samninginn erum við að fara fram á nýjan samning, en ekki að segja að við ætlum ekki að borga, hvernig er það er ekki hægt að fá hæfustu lögfræðinga landsins og í evrópurétti til þess að semja fyrir okkur??

Ægir Óskar Hallgrímsson, 28.6.2009 kl. 09:56

19 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Illskársti kosturinn að samþykkja IceSave klúðrið.   Ögmundur og Guðfríður Lilja verða á mót. Fylgja sannfæringu sinni.

Það verður að hafa Sjalla lengur á varamannabekknum ef þessi skelfilegu 18 ár.

Sigurpáll Ingibergsson, 28.6.2009 kl. 10:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband