Djúpt liggja rætur kvenfyrirlitningarinnar

Elsta heimild, sem mér er kunn um kirkju í Krýsuvík er, að um 1200 er hennar getið í kirknaskrá Páls biskups Jónssonar í Skálholti. Kirkjan er talin Maríukirkja. Kirkjan sem nú stendur var reist 1857 og endurbyggð 1964 og þá afhent þjóðminjasafninu til varðveislu.  Þetta er vinalegt timburhús sæmileg að minnsta kosti að innan.  Altaristaflan vekur athygli.  Hún er eftir Svein Björnsson listmálara og rannsóknarlögreglumann, frumleg og minnistæð. Kirkjan er opin. Autt upplýsingaskilti er við hlið og ætti að bæta úr því. Ennfremur mætti laga stíg að kirkju.

Tröllkonan Krýsa bjó í Krýsuvík og Herdís í Herdísarvík. Þær tókust á og lögðu mannskaða á bæi hverrar annarrar.  þareykjanes_vor_2009_006.jpgreykjanes_vor_2009_007.jpgð rættist allt enda fórust menn oft við suðurströndina.  Þetta er ekki í eina skiftið sem afmyndaðar konur eru taldar ábyrgar fyrir því sem illa fer.  Djúpt liggja rætur kvenfyrirlitningarinnar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sorglega satt. Hitti í gær ungan göngugarpa frá Tel Aviv, sem spurði í glettnum tón hvort ekki væri örugglega gyðingur í námunda við bankahrunið íslenska.

Konur og Gyðingar. Þar liggur ábyrgðin á böli mannanna.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 28.6.2009 kl. 10:51

2 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Ósköp yrði nú brátt um mannkynið ef engar væru konurnar.

Hólmfríður Pétursdóttir, 28.6.2009 kl. 14:51

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

.. og svo má bæta við að öll helstu eldfjöll á íslandi sem valda mannskaða heita í höfuðið á konum oftast nær :)

Óskar Þorkelsson, 28.6.2009 kl. 20:55

4 Smámynd: Kristján Hrannar Pálsson

Helga Kress yrði nú ekki ánægð með þessa færslu.

Kristján Hrannar Pálsson, 29.6.2009 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband