Bensínlaus þyrla í Þorlákshöfn!
28.6.2009 | 22:25
Loksins kom eitthvað af sem hægt var að sjá af himnum ofan að kirkjunni okkar Þorlákskirkju. Þyrla Lanhelgisgæslunnar TF- Líf hringsólaði yfir okkur og lenti svo má bílastæðinu við kirkjuna. Mér er sagt að hún hafi orðið eldsneytislaus. Fólk dreif að. Börn og fullorðnir þyrptust að og þyrlumenn leyfðu öllum að skoða á meðan beðið var eftir bíl frá Selfossi með þyrlubensín. Ég ætla ekki að fara að sofa fyrr en hún er farin því annars vakna ég við skellina þegar hún skríður yfir húsið. Segiði svo að það gerist ekkert.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Og svo er hvít sól að setjast á fyrri myndinni sem speglar sig í kirkjuþakinu. Undur og stórmerki !
Svanur Gísli Þorkelsson, 29.6.2009 kl. 06:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.