Traust er dýru verði keypt...

Fólk drattast áfram.  Flestir allt of mikið klæddir.  Það er heitt, of heitt á meginlandi Evrópu núna. Fólk hjólar. Sumir þeirra hafa vit á því að vera léttklæddir. Enn aðrir leita skjóls á fundum þar sem er loftkæling. CNN sagði hitabylgju víða um heim. Á ipod símanum mínum sé ég að það er þoka í Reykjavík. Á Eyjunni sé ég að Icesave deilan magnast.  Margir reyna þar að vera spámenn í sínu föðurlandi.  Ég tek undir með þeim sem halda því fram að traust og orspor okkar sé Icesave samningsins virði. Traust er dýru verði keypt, segir Halldór Reynisson. Hárrétt.  Kannski ætti Alþingi að samþykkja samninginn með fyrirvara um að afborganir færu aldrei upp fyrir 2% þjóðarframleiðslu.  Hver veit nema þeir sem eiga skuldir okkar myndu skilja og virða þann fyrirvara.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héðinn Björnsson

Slíkur fyrirvari skilur milli feigs og ófeigs í þessu máli, ekki síst ef skellur á sá landsflótti sem búist er við.

Héðinn Björnsson, 30.6.2009 kl. 16:32

2 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Samnigurinn felur í sér að greiðslubyrðin verður um 3 til 4% af VLF í átta ár 2016 til og með 2023

sjá bls 24.

http://www.visir.is/assets/pdf/XZ685630.PDF

Fyrivarinn sem slíkur ógildir því samniginn.

Guðmundur Jónsson, 30.6.2009 kl. 18:51

3 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Síðast þegar ég vissi var traust áunnið, en það er e.t.v orðið að markaðsvöru eins og flest annað í dag.

Kv.

Ólafur Eiríksson, 30.6.2009 kl. 21:13

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Forseti Íslands sagði í CNN að heimurinn myndi alltaf muna eftir útrápsvíkingum Íslands, því traust, dugnaður og heiðarleiki þessara manna myndi alltaf lifa meðal okkar mannanna - og væri verðmætara en allt.

How much viltu borga Baldur fyrir þetta traust sem Ólafur Ragnar Grímsson sagði CNN frá, - og sem var sjónvarpað út um allan heim? Hve mikið viltu borga Baldur fyrir það sem Ólafur sagði að þyrfti ekki að greiða neitt fyrir því allt sem þessir menn gerðu var gulltryggt, algott og framar öllu sem aðrir gátu vesalingar heimsins gætu og gerðu. Já, samkvæmt forseta Íslands. Þetta voru hans "traustu" orð um "traust". Af traustinu og orðsporinu myndi heimurinn þekkja þá.

Mig langar að segja eitt: þeir sem skrifa undir svona samning eins og Icesave eru einskis trausts verðir því þeir eru að villa á sér heimildir í anda útrápsvíkinga, sem eru og voru fáráðlingar upp til hópa. Jarðsambandslausir arrogant bastards! Þeir sem skrifa undir Icesave eru að taka á sig skuldbindingar sem þeir geta enganveginn staðið við. Ekki greitt og ekki staðið við. Þeir eru að brugga og byggja sér það sem oft er nefnt óábyrg hegðun í fjármálum og hurðarás um báðar axlir. Skammaryrðið hurðarás um axlir er oft notað illgirnislega um unga húsbyggjendur er að ræða og einnig oft um sjálfsæða litla atvinnurekendur sem missa hús og heimili þegar illa gengur.

Aðeins fáráðlingar láta fara svona illa með sig eins og lagt er upp í með Icesave klúðrinu. Gungur, druslur og pólitískir ævintýramenn sem láta aðra borga fyrir eigið dugleysi skrifa undir svona. Á kostnað saklausa skattgreiðenda, barna og gamalmenna.

Þetta eru ekkert annað en landráðasamningar! Aular, gungur, ævintýriamenn og druslur skrifa undir slíkt.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 30.6.2009 kl. 23:15

5 Smámynd: Elle_

Halldór Reynisson kennir landsmönnum í heild sinni um svall óreiðumanna og ætlar okkur skuldir þeirra.  Það er óheiðarlegt að kenna okkur um það sem okkur ókunnugt fólk gerði:
http://altice.blog.is/blog/altice/entry/906051/

Elle_, 1.7.2009 kl. 00:22

6 Smámynd: Elle_

Gott hjá Gunnari Rögnvalssyni.  Endalausar slóðir pistla um Ice-slave eru núnar skrifaðar af landsmönnum af svipuðum toga.

Elle_, 1.7.2009 kl. 00:29

7 Smámynd: Elle_

Rögnvaldssyni.

Elle_, 1.7.2009 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband