Að taka á sig syndir annarra
1.7.2009 | 10:39
Sagan um Steingrím J. Sigfússon minnir mig á forna en sílifandi frásögn um einn sem tók á sig syndir annarra og var krossfestur. Sá vann reyndar fullnaðarsigur í hörmungunum. Við skulum vona að sigur Steingríms verði ekki svo afgerandi. Það nægir mér að hann landi Icesave á Alþingi e.t.v. með fyrirvörum. Persónulega hef ég samúð með afstöðu þeirra sem ekki vilja borga en kaupi ekki afstöðu þeirra. Ég vil að við höldum áfram að vera þjóð meðal þjóða sem tekur ábyrgð á skuldbindingum sem gerðar voru með aðgerðum og aðgerðarleysi fyrri ríkisstjórna. Ég hef hins vegar enga samúð með afstöðu margra stjórnarandstöðuþingmanna.. Þeir minna á engan hátt á iðrandi syndara.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:42 | Facebook
Athugasemdir
Hér finnst mér þú tala af töluverðum hroka, Baldur.
Það er óheiðarlegt að vilja ekki borga skuldir sínar.
Heldur þú að fólkið sem mótmælir Icesave-samningnum sé upp til hópa óheiðarlegt?
Heldur þú að það vilji ekki borga skuldir sínar?
Er það óheiðarlegt að vilja ekki leggja drápsklyfjar á þjóðina og næstu kynslóðir vegna skulda sem þjóðin stofnaði ekki til?
Hvernig talaði Steingrímur J. um Icesave fyrir örfáum mánuðum?
Er maðurinn samkvæmur sjálfum sér?
Er það góð guðfræði að líkja framkomu hans við krossfórn Jesú Krists?
Svavar Alfreð Jónsson, 1.7.2009 kl. 11:15
Sæll Svavar! Það má deila um guðfræðina, en ég líki þeim nú ekki saman. Persónulega finnst mér í lagi að vísa í Kristsöguna sé ekki um neins konar hallmæli að ræða. Ég sé ekki að nokkrum sé greiði gerður með því að setja hana alfarið á stall. Hún má vera partur af tilvísunarsystemi menningarinnar á kurteislegan hátt þó.
Ég hef hins vegar tilhneigingu til þess að standa með stjórnvöldum í þessu máli og verð að segja það að það er mjög lútherskt að standa með réttum yfirvöldum. Svo get ég ekki annað séð en að framlag mitt sé mjög kurteislegt og hrokalaust miðað við það sem aðrir, þar á meðal þú, skrifa. Mér finnst vera farið að hitna í mönnum þarna á klakanum.
Það er svo skoðun mín að við sem þjóð berum ábyrgð á Icesave klúðrinu og að það sé siðferðilega rétt að standa við þær skuldbindingar sem efnt var til með vitund og vilja réttkjörinna íslenskra stjórnvalda og með þeirra fulltingi.
Mér finnst þó að hafa ætti fyrirvara um endurupptöku og hámark með samþykktinni.
Baldur Kristjánsson, 1.7.2009 kl. 12:35
Kemur það fram i Biblíusögunum að frelsarinn hafi lagt það til að brauðið væri tekið af gamla- og barnafólkinu til þess að borgar skuldir auðmanna?
Sigurjón Þórðarson, 1.7.2009 kl. 12:41
Íslendingar eiga að þakka forsjóninni fyrir að hafa slíkan afbragðsmann eins og Steingrím á þessum erfiðu tímum.
Það eru engin ný tíðindi á Íslandi, að það er sitthvað stjórn og stjárnarandstaða.
SJS hefur skýrt afstöðu sína alveg út. Eftir að hafa skoðað gögnin, vegið og metið o.s.frv - er aðeins ein niðurstaða: Samningaleiðin. Sem var og gert.
Annars er búið að rugla svo með þetta blessaða Icesva mál að með miklum ólíkindum er. Miklum ólíkindum.
Hefur fólk td. lesið lögfræðialit StefánsGeirs Þórissonar varðandi ábyrgð icesavereikninganna fr´8 okt. 2008 á island.is?
Nákvæmlega það sem eg hef sagt frá byrjun - og fengið bágt fyrir !
Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.7.2009 kl. 12:57
"Það er því skoðun mín, að ef Tryggingasjóður innstæðueigenda
og fjárfesta eigi ekki fé til að greiða samanlögð innlán hvers
innstæðueiganda Icesave reikninga í Bretlandi og Hollandi upp
að lágmarkinu í 1. mgr.7. gr. tilskipunarinnar, þ.e. 20.000 ECU
til hvers og eins, sé íslenska ríkið skaðabótaskylt gagnvart
hverjum og einum þeirra þannig að íslenska ríkið þurfi að standa
skil á því sem uppá vantar að lágmarkinu verði náð."
(island.is Stefán Geir Þórisson hrl.)
Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.7.2009 kl. 13:30
Það eru ekki stjórnmálamenn sem ætla að borga Baldur. Það er misskilningur hjá þér ef þú heldur það. Þeir ætla að velta mistökum fárra postula yfir á skattgreiðendur, börn og gamalmenni nútíðar og framtíðar íslenku þjóðarinnar.
Þetta eru aular, gungur og druslur sem keppast við að gera þetta stórmál að pólitísku máli. Aðeins landráðamenn fýsir að skirfa undir svona samninga og aðeins aular gera svona lélega samninga. Þetta er ekkert annað en aulskapur og pólistkt myntslátta til að halda fast í ragmangsstólana sem munu hvor sem er kála hvaða ríkisstjórn sem er þegar krabbameinsæxli Icesave plantar sér út í þjóðfélagið í framtíðinni.
Menn verða að skilja á milli pólitík og þjóðarhagsmuna í þessu risastóra máli. Þú virðist fórna hagsmunm þjóðarinnar á altrari stjórnmála augnabliksins
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 1.7.2009 kl. 13:36
Vandamálið er hve höfuðsökudólgarnir, sjallakurfar og framsóknargemlingar, eru búnir að rugla í þessu máli eins og hálfv. Eins og það hafi ekki verið nóg fyrir þá að leggja landið í rúst - nei nú vilja þeir bæta um betur með afglapahætti sínum.
Hlusta á SJS hér í speglinum í gær. Tímamótavital og fer í sögubækur:
http://dagskra.ruv.is/ras2/4463025/2009/06/30/0
Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.7.2009 kl. 13:45
Jesú var búinn að borga þetta... :)
DoctorE (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 13:47
Ég get vel samþykkt og skilið að Steingrímur J. sé í óþolandi stöðu hvað sem hann gerir við hið ömurlega ástand sem fyrirrennarar hans skildu við. Og verði kannski krossfestur fyrir hluti sem hann ekki ræður yfir. Vil þó ekki að hann skrifi undir Icesave eins og mál standa nú.
Elle_, 1.7.2009 kl. 15:15
Þú ættir að rifja upp Guðspjöllin, menntaður maðurinn. Það er ekki stórmannlegt, af þér séra Baldur, að draga þau á þennan hátt inn í pólitíska umræðuna.
Magnús Sigurðsson, 1.7.2009 kl. 17:04
Af hverju er fólk að draga persónuleika manns inn í notkun á orðum þó þau séu úr Biblíunni? Og spyrja hann spurninga um Biblíuna þó hann noti orð þaðan? Krossfestur er ekki einka-orð Biblíunnar. Kannski er það ekki stórmannlegt að segja fólki að það sé ekki stórmannlegt?
Elle_, 1.7.2009 kl. 17:29
Lokaorð Bílræðu Steingríms fyrir framan Alþingishúsi 30.jun 2009:
"það sem öllu skiptir í þessu máli eru ekki einstakir stjórnmálamenn heldur Ísland og hvernig okkur reiðir af í gegnum þetta.
Eg trúi því, að þetta gefi okkur færi á að berjast í gegnum erfiðleikanna og sigrast
á þeim.
Eg neita því að við gefumst upp strax.
Eg get ekki sagt annað en það fer um mig stundum hrollur þegar mér finnst ég skynja á bak við andstöðu við þetta mál - í raun og veru uppgjöf.
Að menn telji bara að við munum ekki geta þetta og við eigum að gefast upp strax.
Eg neita að trúa því.
Það skal ekki verða þannig.
Ísland ætlar í gegnum þessa erfiðleika
og til þess að það sé hægt, þá þurfum við m.a. að ganga frá þessu máli"
Vel mælt. Óneitanlega. Eitthvað við þetta.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.7.2009 kl. 17:57
Nú vitum við það: 20% landsmanna eru fylgjandi Icesave, 60% landsmanna á móti Icesave. Nýjasta Gallup könnun, kom fram í kvöld-fréttum RUV núna.
Elle_, 1.7.2009 kl. 19:07
Um hvaða "skuldbindingar" ertu að tala, séra Baldur? Sýndu fram á það með rökum, ef þú getur, að ríkissjóður sé skuldbundinn að borga Bretum og Hollendingum um 750 milljarða króna (innheimtuupphæðin var orðin það, síðast þegar fréttist). Og svaraðu nú!
Jón Valur Jensson, 1.7.2009 kl. 19:14
Ég sé að séra minn og samherjaséra minn (þetta er skrifað með litlum staf og átt við BaldKr !) eru komnir í hár saman. Sjálfur Davíð líkti sér við þann krossfesta og sá ég þá ekki stungur né stunur frá Brekkunni. Þrátt fyrir saumnálalestur get ég ekki séð hrokann í pistli þínum Baldur. Kv. úr Eyjafirði, gb
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 20:57
Ekki 20%, heldur 19% styður Icesave.
Elle_, 1.7.2009 kl. 22:17
SteinRÍKUR minir réttilega á JÚDAS og 30 silfurpeninga, hans gjörðir munu ALDREI gleymast og ég gef mér að endir SteinRÍKS í verði sá sami og Júdasar. Það er af og frá að maður sakni "ræðumannsins" - farið hefur fé betra...!
kv. Heilbrigð skynsemi
Jakob Þór Haraldsson, 1.7.2009 kl. 23:01
Nú þykir mér presturinn vera farinn að líkja Steingrími J. helst til mikið við Jesú sem kallast Kristur, þann sem er Drottinn yfir öllu. Jesús lagði aldrei birgðar hinna ríku á hina snauðu eins og Steingrímur gerir. Jesús lét aldrei almúgann gjalda fyrir syndir höfðingjanna, eins og Steingrímur gerir. Jesús laug aldrei að fólkinu eins og Steingrímur gerir.
Ég held að þú ættir að taka upp Biblíuna og ég mæli með Nýja Testamentinu sem fjallar um Jesú, líf hans og starf, dauða hans og upprisu. Ég þori að veðja að Steingrímur myndi ekki rísa upp frá dauðum eins og Jesús gerði, þó hann yrði krossfestur á sama hátt og hann.
Tómas Ibsen Halldórsson, 1.7.2009 kl. 23:10
Það er óþolandi að hlýða á umræðuna um þennan æsseif samning. Nú tala sjallarnir eins og Steingrímur J. sé að láta íslensku þjóðina borga fyrir tjón sem einhverjir sauðdrukknir Öxfirðingar hafi valdið Bretum og Hollendingum!
Kannski vilja þessir íhaldstittir sem ævinlega sungu Davíð og Geir lofsöngva eins og "englakór frá himnahöll" að þeir, hetjurnar fari og neiti að borga þennan reikning sem þeir fullvissuðu þessar þjóðir um að íslenska ríkið stæði bak við?
Líklega færu þeir galvaskir í slaginn! Ég mun seint syngja þessari ríkisstjórn dýrðaróð. En ég geri þær kröfur til sjálfstæðismanna að þeir geri svo vel og haldi kjafti á meðan hún reynir að bjarga því sem bjargað verður og mokar flórinn eftir holdanaut frjálshyggjunnar.
Það er nefnilega komið í ljós að það er lygi að markaðurinn leiðrétti sig sjálfur.
Árni Gunnarsson, 1.7.2009 kl. 23:50
Rétt Árni - þetta Landsbankalið var allt "innmúrað inn í FL-okkinn" - þetta var RÉTTA liðið - liðið sem fær allt upp í hendurnar, kvóta & banka og svo þegar þessir óreiðumenn (RÁNFUGLINN) fer ILLA með FRELSIÐ þá "kannast þessir siðblindu karakterar ekki við eitt eða neytt!" Stjórn og eigendum Landsbankans urðu ekki á TÆKNILEG mistök eins og félagi Árni J - heldur var þetta allt gert VÍSVITANDI og ekki líður sá dagur að ég "bölvi þeim & spiltum íslenskum stjórnmálamönnum okkar NORÐUR & NIÐUR" - þetta lið verður að draga ALLT fyrir DÓM - innmúraðir SJÁLFSTÆÐISMENN frömdu LANDRÁÐ og fengu FRÍTT spil frá "ekki meir Geir & Sollu stirðu" - sköm alls þessa liðs er & verður ÆVARNDI - skítapakk með skítlegt eðli.
kv. Heilbrigð skynsemi
Jakob Þór Haraldsson, 2.7.2009 kl. 02:00
Árni minn, sannarlega stóðu Sjálfstæðismenn sig ekki nógu vel, þegar að þeim var saumað af Bretum (200 x), Þjóðverjum (260 x), Hollendingum (50 sinnum stærri þjóð en okkar) og Brussel-bandalaginu öllu saman, sem stillt var upp undir heraga (Svíar, Danir og Finnar þorðu ekki öðru að sögn Görans Persson). En Árni Mathiesen gaf sig þó ekki alveg, heldur hafnaði samstilltu áhlaupi Þjóðverja og annarra í EB á þjóðarhagsmuni Íslands á mikilvægum fundi í Brussel í nóvember, þar sem þetta kúgaralið bjó sér til hlutdrægan "gerðardóm" í málinu, en Árni og hans sendinefnd neituðu eðlilega að taka þátt í slíkum ofríkisdómi Brussel-stofnana (þar sem ráðherraráð Evrópubandalagsins, framkvæmdastjórn þess og Seðlabanki Evrópu áttu að mynda meirihluta í þeim "gerðardómi"!).
Athyglisverð eru þessi orð Stefáns H. Jóhannessonar sendiherra í skýrslu hans af fundinum með Bretum, Hollendingum, Þjóðverjum og EB-mönnum 4. nóv. til Ingibjargar Sólrúnar (sjá HÉR): "Mikil harka kom fram á fundinum og vakti framganga Þjóðverja sérstaka athygli. Má telja víst að hlutaðeigandi ríki hafi verið búin að stilla saman strengi. Átti íslenski ráðherrann í vök að verjast."
Geir og Árni höfðu reyndar ekkert leyfi til að skuldbinda ríkissjóð vegna ábyrgða Tryggingasjóðs innstæðueigenda. Þeir hefðu þurft að leita heimildar til slíks frá Alþingi og slík skuldbinding að staðfestast sem lög þaðan, samkvæmt stjórnarskrá um álögur á ríkissjóð, auk þess sem forsetinn hefði þurft að staðfesta þau lög. Leynilegir, skuldbindandi samningar um þetta hefðu þar að auki brotið í bága við 91. gr. landráðabálks almennra hegningarlaga, t.d. 3. málslið þar.
Engin samningaviðleitni Sjálfstæðis- og Samfylkingarmanna í síðustu ríkisstjórn við Breta og Hollendinga varð þó að endanlegum samningi, enda ekki farið með þau samningadrög til umfjöllunar Alþingis. Skaðinn var ekki skeður þá, en nú keyrir Skallagrímur skeleggur á ósigur í málinu og bítur í skjaldarrendur! Ótrúlegt að hlusta á þennan Björn Val í Kastljósi í gær og Álfheiði Ingadóttur í Alþingi. Hvítt er orðið svart og svart þvítt, og allt í einu á þjóðin að hafa "kosið um Icesave" í síðustu kosningum!
Allir standa þessir VG-þingmenn með Svavari stúdent (sem lærði þó eitt ár í DDR) og hans mönnum í samninganefndinni. Steingrímur J. gerði á Iðnófundinum fyrir 3 dögum mikið úr því, að þeir hefðu haft lögfræðinga sér til ráðgjafar, en gat þó ekki nafngreint einn einasta þeirra! Sjálfur aðstoðarmaður Svavars samninganefndarformanns kom svo í ljós í þættinum Vikulokunum sl. laugardag, Huginn Þór Þorsteinsson, ungur VG-maður fyrir norðan, ugglaust þægur Steingrími, en þennan væna pilt þekki ég og þykir leitt, að hann skyldi orðinn svo heilaþveginn af eigin flokksáróðri, að hann jafnvel talaði þarna gegn öllum lagfæringum á fyrirliggjandi Icesave-"samningi"; það athyglisverðasta er þó, að hann er jafn-ólærður og Svavar í lögfræði, hagfræði eða samningatækni, því að Huginn er með einfalt próf í heimspeki frá HÍ! Leitar þá hugur minn ósjálfrátt til annars heimspekilærðs manns, Björgvins G. Sigurðssonar, sem einnig tók að sér starf, sem hann gat trauðla valdið með sæmilegum hætti: að vera viðskiptaráðherra þjóðarinnar!
Annars verð ég að játa, að flestir kostir þykja mér skárri en Gylfi Magnússon.
PS. Tómas Ibsen Halldórsson á hér fína færslu.
Og takið eftir: Enn bólar ekkert á svari séra Baldurs við spurningu minni í gær kl. 19:14.
Jón Valur Jensson, 2.7.2009 kl. 05:47
Tómas: víst laug Sússi.. hann sagðist ætla að skreppa frá í smá stund... og víst lagði hann klafa á fólk: Hver sá sem trúir ekki bókinni minni verður pyntaður.
En við getum náttlega vitnað í Harry Potter líka, hann er jafn raunverulegur og Sússi
DoctorE (IP-tala skráð) 2.7.2009 kl. 11:55
Tek undir hvert orð hjá þér Árni Gunnarsson, eins og raunar oftast þegar þú setur eitthvað inn. Það væri mannsbragur að þessum drullusokkum ef þér héldu sér saman meðan verið væri að reyna að hreinsa upp eftir þá skítinn. Að ekki sé nú talað um Framsóknarlýðinn.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 2.7.2009 kl. 12:01
Auðvitað erum við reið yfir því að þurfa að borga skuldir óreiðumanna, sem við stofnuðum ekki til og nutum ekki afraksturs af meðan hann varði. En við þurfum að borga fleira en Icesave:
Við þurfum líka að borga öllum þeim sem áttu fé á innlánsreikningum íslensku bankanna á Íslandi - og það upp í topp hjá hverjum og einum.
Við þurfum að borga alla þá milljarða sem Seðlabankinn tapaði á því að lána íslensku bönkunum út á "ástarbréf" þeirra í milli, án veðs í útlánasafni þeirra. Og það eru talsvert fleiri milljarðar en vegna Icesave.
Við borgum milljarða vegna fjár sem millifært var úr bönkunum inn á peningamarkaðsreikningana á fyrstu dögum október s.l.
Lífeyrisþegar framtíðarinnar bera milljarða tap lífeyrissjóðanna á bankahruninu, bæði almenna lífeyriskerfið, viðbótarlífeyriskerfið og séreignarlífeyriskerfið.
Við berum mög hver tap sveitarfélaga, líknarfélaga, fyrirtækja og einstaklinga sem fengu aðeins hluta innistæðna sinna út af markaðsreikningum bankanna.
Við berum öll kostnað vegna gríðarlegs falls íslensku krónunnar og verðhækkanna á vöru og þjónustu þess vegna.
Við berum mörg hver stórauknar byrðar vegna hækkunar á afborgunum og eftirstöðvum vísitölutryggðra lána. Og við berum líka kostnað af hækkuðum lánum sem sveitarfélög, íbúðalánasjóður og fleiri opinberir aðila tóku erlendis.
Og allur óbieni kostnaðurinn, vegna minnkandi þjóðarframleiðslu, atvinnuleysis o.fl., ofl.
Af hverju allur þessi grátkór út af Icesave? Af því það er svo miklu einfaldara fyrir lýðskrumara að benda á einstakt atriði í myndinni, heldur en heildarmyndina? Eða af því að það eru útlendingar sem fá greiðslurnar? Fer þetta kannski saman?
Soffía Sigurðardóttir, 3.7.2009 kl. 11:37
Grátkór?! Þetta er út í hött. Það er einfaldlega verið að berjast gefn því, að þessar álögur verði ekki á okkur lagðar, enda BER OKKUR EKKI AÐ BORGA ÞÆR, eins og margsinnis hefur verið sýnt fram á í greinum eftir Stefán Má Stefansson prófessor, Lárus Blöndal hrl., í umfjöllun Magnúsar Thorlacius og á fjölda vefsíðna, jafnvel minni oftsinnis. Og baráttan um ranglátu Icesave-álögurnar hans Steingríms, Svavars, Gylfa Magg, Össurar og Jóku stendur NÚNA! Reyndu því að berjast, meðan unnt er að berjast í því máli, fr. Soffía! Saman getum við svo barizt vegna hinna málanna líka, en látum ekki dreifa huga okkar frá þessu óhugnanlega máli NÚNA!
Jón Valur Jensson, 3.7.2009 kl. 21:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.