Óþol gagnvart skoðunum annarra -þankabrot dagsins!
2.7.2009 | 09:42
Af hverju bregst fólk svona ókvæða við skoðunum annarra? Setji maður fram ákveðna skoðun á netinu þyrpast andmælendur að, andmæla kröftulega, reyna gjarnan að gera lítið úr þeim setti skoðunina fram, tala niður bæði skoðunina og manninn sjálfan ekkert síður. Auðvitað er mönnum heitt í hamsi þegar kemur t.d. að því efnahagslega ástandi sem við stöndum frammi fyrir. Við erum satt að segja mjög illa stödd og gjörsamlega rúin trausti. En óþol okkar gagnvart skoðunum annarra er ekki ásættanlegt. Ef við ætlum að hætta að vera þöglir þegnar eins og við vorum lengst af og förum að verða talandi og skrifandi lýðræðisþjóð þá verðum við að láta af þessu óþoli gagnvart skoðunum annarra.
Þetta er þankabrot dagsins. Takk fyrir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Gæti það verið vegna yfirlætisins sem skýn í gegn?
Einar Þór Strand, 2.7.2009 kl. 10:57
"Allt sem sagt er og skrifað, hvernig það er sagt og hver það er sem segir það hefur áhrif og er sett í samhengi."
þetta skrifaði ég á bloggið þitt þann 26.5.
Ég held að það eigi jafnt við nú sem þá.
Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 2.7.2009 kl. 11:04
Getur verið að þetta hafi verið háttur Íslendinga lengi að gera lítið úr þeim sem er á annarri skoðun og finnast að með því hafi maður á einhvern hátt komið á hann bragði þó það komi á engan hátt skoðun hans við?
Mér hefur stundum fundist Morfis ræðukeppnin gera þeim hæst undir höfði sem gera lítið úr þeim sem ver ,, hina" skoðunina.
Rökræða þyrfti helst að geta farið fram án þess að nota mikið af gildishlöðnum orðum. Það verður enginn meira af því að gera lítið úr öðrum.
Hólmfríður Pétursdóttir, 2.7.2009 kl. 15:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.