Eina færa leiðin uppávið!
4.7.2009 | 09:25
Icesave skuldirnar eru ógnvænlegar og mér finnst í alvöru að fulltrúar þeirra stjórnmálaflokka sem nánast felldu íslenska þjóðarbúið ættu að vera hógværir í umræðunni. Hvort sem við horfum á það siðferðilega eða lagalega þá eigum við þann kost einan að samþykkja Icesave samninganna e.t.v. með fyrirvörum sem við getum vitnað til síðar. Síðan eigum við að sækja um aðild að ESB og stefna að upptöku Evru. Þetta er eina færa leiðin uppávið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það virðist alveg sama þótt menn svari þér með rökum, Baldur, þú þegir bara við, eins og þig bresti gagnrökin, en síðan byrjarður bara aftur, eins og þú setjir aftur sömu gömlu grammófónsplötuna á fóninn og endurtekur allt upp á nýtt.
Jón Valur Jensson, 4.7.2009 kl. 20:08
Ég held að menn hafi einhvers staðar farið út af sporinu, þegar menn eru farnir að rugla saman himnaríki og ESB, og eru tilbúnir í hvað sem er til þess að komast í ESB, m.a. að samþykkja vondan Icesave samning.
Sigurður Þorsteinsson, 4.7.2009 kl. 21:45
Já, góður þessi, Sigurður!
Jón Valur Jensson, 4.7.2009 kl. 21:57
Vondur er samningurinn, rétt er það! Mikil voru afglöpin hjá íslenskum embættis- og stjórnmálamönnum, rétt er það! Við skrifuðum ekki upp á þennan víxil einkabanka, rétt er það! Yfirlýsingar ráðamanna í haust voru arfavitlausar, rétt er það!
En er lausnin að snúast á móti þeim löndum, sem við flytjum mest af útflutningi okkar til og sem við flytjum stærstan hluta vöru okkar inn frá?
Er lausnin að einangrast hér norður í ballarhafi?
Nei, ég er sammála prestinum og ekki er ég neinn kommi, heldur hægri maður frá því að ég var unglingur!
Við þurfum að horfa á þetta mál ískalt og af skynsemi.
Að stærstum hluta hefur Davíð á réttu að standa, en um það snýst ekki málið! Við eigum enga aðra útkomuleið en að semja um þetta og semja síðan aftur seinna, líkt og Þjóðverjar gerðu í Versalasamningunum.
Guðbjörn Guðbjörnsson, 5.7.2009 kl. 02:39
"..kost einan að samþykkja Icesave samninganna.."
Já þessar litlu Samfylkingar Gúngur Norðursins
Við höfum öll heyrt þennan hræðsluáróður áður frá Samfylkingunni um "Kúbu Norðursins", og síðan eru þessar litlu Gúngur Norðursins (Samfylkingin) í því að benda á aðeins einn kost í þessu sambandi, og allt annað er bannað að tala um. Allt gengur út á að koma þessum áróðri Samfylkingarinnar inn á sjálfa fréttastofu Samfylkingar (eða Stöð 2), Fréttablaðsins og fjalla alls ekki um neitt annað í þessi Icesave máli, nú ef þessi fréttastofa Samfylkingarinnar (Stöð 2) þarf að svara einhverju þá demonizer hún það bara allt upp og klippir niður og allt get fyrir Samfylkinguna og/eða þessa ESB sinna, ekki satt?
Nú ef það kæmi upp nýtt Þorskastríð hér, þá væri þetta Samfylkingar-lið (Gúngur Norðursins) ekki bara búið að gefa öll varðskipin og allt sem fylgir LHG, heldur einnig landhelgina og allt til fyrrum nýlenduþjóðanna með algjöri uppgjöf og yfirlýsingu um, að: Við eigum þennan "kost einan" og að við (Íslenska þjóðin) viljum ekki vera Kúba Norðursins, ekki satt?
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 03:18
Það er eðlilegt, Þorsteinn frændi, að þú haldir, að Guðbjörn sé Samfylkingarmaður. Hann er reyndar Sjálfstæðismaður – en að vísu ekki nógu mikið fyrir sjálfstæðið, virðist sætta sig við, að Ísland yrði undirtylla í Evrópubandalaginu, með 3. flokks undirþing!
Guðbjörn, ástand okkar er miklu verra í skuldum talið en hjá Þjóðverjum. Versalasamningarnir voru m.a.s. vaxtalausir, en Svavarssamningarnir, sem þessir þrjótar fögnuðu og Svavar skálaði fyrir í dýrasta kampavíni, eru með vexti upp á um 750.000 kr. og allt að einni milljón króna á hvert einasta mannsbarn í landinu – til að borga, auk afborgananna, í viðbót við vexti og afborganir af öðrum lánum!
Ég skil ekkert í þér, maður. Við eigum EKKI að borga þetta, ekki samkvæmt neinum lagafyrirmælum. "Gjör rétt, þol ei órétt!" sagði Jón Sigurðsson, en þú tekur undir með evrókrötunum og VG-svikurunum!
Jón Valur Jensson, 5.7.2009 kl. 12:34
Af hverju ættum við að fara í EU? Eru ekki gömul nýlenduveldi þar og ofríkisveldi með mest völd? Og af hverju er það eina leiðin upp? Og af hverju vill nokkur maður taka upp Evru þegar við getum tekið upp Dollar? Hvar eru rökin?
Elle_, 6.7.2009 kl. 00:38
Baldur, vildi bæta við: Jóhanna Sigurðardóttir og hennar flokkur hafa endalaust endurtekið það, núna í 1/2 ár +, að við þurfum að fara inn í EU og þurfum að taka upp Evru. Og aldrei koma nokkur rök. Jóhanna og flokkurinn ætla bara með land og lýð þangað og þó við vitum ekkert núna hvað muni taka við þegar þangað kæmi. Það er ófært.
Elle_, 6.7.2009 kl. 01:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.