Ekki pontuhopp og landráðayfirlýsingar - takk!

Ekki skal efast um það að Davíð Oddsson sá hætturnar en það tók engin mark á viðvörunum hans vegna þess að hann var pólitískt skipaður bankastjóri og vegna þess að menn handgegnir flokknum áttu Landsbankann og voru að sýsla með fjöregg þjóðarinnar. Hann virðist ekki einu sini hafa tekið mark á sér sjálfur nema stundum.

 

Við Íslendingar erum fórnarlömb ófaglærðra vinnubragða og flokksræðis og höfðum dregist langt aftur úr öðrum þjóðum í faglegum og skipulegum vinnubrögðum þegar þarna var komið sögu.

 

Ef eitthvað bjargar okkur nú er það ekki pontuhopp og yfirlýsingar um landráð (Framsóknarflokkur) eða yfirlýsingar um kjánagang annarra (nefndur Davíð) heldur yfirvegun, samtal og samvinna bæði innbyrðis og í samskiptum við aðrar þjóðir.

 

Látum tíma gamalla flokkshesta vera liðinn tíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Þór Strand

Já það eina sem bjargar okkur er að góð nauðgun Steingríms með hjálp breta og hollendinga er það ekki?  Þú ert mað svo mikil flokksgleraugu að það er ekki einleikið, ef þú heldur að aristokratisminn í ESB bjargi okkur þá held ég að þú sért ekki eins menntaður og ég hélt.  Varðandi að vinnubrögðin hafi verið ófaglærð verð ég að vera þér ósammála, vandamálið er þau voru faglærð en úr skólum sem útskrifuðu mun meira af fagitjótum en menntamönnum og þar liggur að hluta til hundurinn grafinn að núna reyna lærifeðurnir að breiða yfir sinn þátt í málinu.  Það gera þeir með að benda á að þeir skrifuðu greinar seint í ferlinu og bentu á hvað væri að ske eins og DO, en þegar ferlið byrjaði fyrir alvöru með td. sölu á hlutum í íslenskri erfðagreiningu á gráum markaði þá sagði enginn neitt né gerði.

Einar Þór Strand, 5.7.2009 kl. 11:14

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Allir bankastjórar Landsbankans, Kaupþings og Glitnis voru mjög vel fagærðir. Flestir seðlabankastjórar heimsins eru pólitískt skipaðir því það er og verður alltaf hlutverk ríkisstjóra að skipa þá. Menntun Íslendinga hefur aldrei verið meiri en þó aldrei hjálpað þjóðinni eins litlu og nú.

.

Þú virðist alls ekki skilja þetta Baldur. Það voru þessir þrír bankar sem komu Íslandi í þá stöðu sem það er í. Það er alls ekki hægt að mennta sig til heilbrigðrar skynsemi, varkárni, virðingu og manndóms. Ábyrgð hefur alltaf heimilisfang og menntunar er ekki krafist.

.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 5.7.2009 kl. 12:09

3 Smámynd: Einar Þór Strand

Gunnar það er kannski ekki hægt að segja að skólaganga sé sama og menntun.  Í dag eru Íslendingar mjög vel skólagengnir en þó að skólagengnu fólki hafi fjölgað mikið, þá hefur fólki sem er það vel úr garði gert að það nái að nýta skólagönguna til að öðlast raunverulega menntun ekkert fjölgað.

Við höfum eignast stóran hóp fólks sem skortir alla gagnrýna hugsun og trúir því sem það les og heyrir vegna þess að þeir sem skrifa það og segja hafa einhvern stimpil sem oft er fenginn með því að trúa en ekki gagnrýna.

Það má kannski segja að við séum komin í kreppu mötunarinnar þar sem skoðanir þeirra sem hafa hæðst fá mestan hljómgrunn og á þá sem ekki eru á vinsældarlistanum er ekki hlustað.  Í raun er umræðna í íslensku samfélagi í dag mjög gott dæmi um þetta þar sem menn hlusta og dæma málflutning einungis eftir flokkslínum ekki eftir því hvað menn segja og ganga svo langt að lesa ekki andstæðingana.

Og svona í lokin þá er eitt sem slær mig í allri umræðunni og það er hvað lítið er talað um Baug í fjölmiðlum núna bara hina útrásarbullarana, er kannski Samfylkingin að vernda sína bakhjarla?  Eða hvers vegna ræðir enginn það að Samfylkingin ætlar að halda þeim styrkjum sem hún fékk frá Baugi?

Einar Þór Strand, 5.7.2009 kl. 13:03

4 identicon

Baldur!

sat Samfylkingin ekki í ríkisstjórninni sem sat í aðdragandi hrunsins?

Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 16:28

5 Smámynd: Gunnlaugur I.

Sæll Baldur.

Bara til að halda þér við efnið af því að þú villt að uppgjafar pólitíkusar hætti nú að stjórna, þá er það nú svo að þitt fyrirheitna óskabarn ESB apparatið er yfirfullt af gömlum og endurunnum pólitíkusum sem sitja þar nú nánast æviráðnir í ESB- framkvæmdastjórninni sjálfri sem mestu ræður bæði leynt og ljóst. Þessi framkvæmdastjórn að stærstum hluta og allir helstu Cómmízarar þessa bandalags eru endurunnir gamlir pólitískir refir, sem nú sitja í feitum embættum og þurfa ekki að standa neinum kjósendum reikningsskil gerða sinna né aðgerðarleysis heldur.

Þessir menn eru ekki kosnir til þessara starfa og hafa því ekkert aðhald frá kjósendum, þeir fara því að mestu sínu fram með mikil völd og há laun og mikla risnu, miklu hærri og laun og fríðindi en þeir höfðu nokkurn tímann í sínum heimalöndum þegar þeir voru óbreyttir þingmenn eða ráðherrar eða embættismenn.

Enda er ESB gróðrarstíja spillingar og valdníðslu sem stjórnað er af andlitslausum og gjörspilltum embættisaðli.

Þess vegna skil ég á engan hátt sanna lýðræðissinna eins og ég reyndar tel þig vera Baldur að þú skulir ánetjast þessu ólýðræðislega og hugsjónalausa afætuskrýmsli skrifræðisins sem ESB apparatið er. 

Er þetta það sem koma skal, þessi ESB rétttrúnaður er holur hljómur og hljómar ekki ólíkt og söngur sanntrúaðra kommúnista hér áður fyrr: 

"Sovét Ísland óskabarnið hvenær kemur þú"

                              ÁFRAM ÍSLAND - EKKERT ESB !

Gunnlaugur I., 5.7.2009 kl. 18:03

6 Smámynd: Haraldur Baldursson

Baldur, sé viðmið þitt Svavar Gestsson um misheppnað endurnýtingu á gömlum stjórnmálamönnum, get ég tekið undir með þér um það dæmi. Svavar er vafalítið yndislegur maður og góður við börn og hunda, en samningamaður er hann ekki. Samningagerð er fag, sem best er eftirlátin fagmönnum. Það vill til að til að í heiminum eru mörg slík til.
Hér er dæmi um fyriræki sem að sérhæfir sig í samningagerð og þjálfum samningafólks http://www.negotiate.co.uk/index.htm

                              ÁFRAM ÍSLAND - EKKERT ESB !

Haraldur Baldursson, 5.7.2009 kl. 18:35

7 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Er það tilviljun, að stuðningsmenn Icesave-stjórnarinnar vilja bara tala um hvað Davíð sagði og gerði ? Sá Davíð hætturnar en sagði ekki frá, eða sá hann ekki hætturnar en sagði frá ? Þetta finnst mér fánýt umræða, í þeirri gildru sem þjóðin er komin í.

Hvers vegna heyrir maður bara rök Breta og Hollendinga frá ríkisstjórninni ? Hvar er rökstuðningur stjórnvalda fyrir því að við eigum EKKI að greiða Icesave-sukkið ? Það er einfalt að sýna fram á , að okkur ber ekki skylda til að greiða, hvorki lagalega né siðferðilega. Hvers vegna flagga stjórnvöld stór-gallaðri álitsgerð frá Stefáni Geir Þórissyni, sem leikmaður eins og ég get sannað að er fúsk ?

Eru Steingrímur og Jóhanna starfsmenn Bretska fjármálaráðuneytisins ? Þú ert innanbúðarmaður Baldur og getur svarað þessu.

Loftur Altice Þorsteinsson, 5.7.2009 kl. 19:57

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Seinni hluti athugasemdar Gunnars Rögnvaldssonar, og reyndar hún öll er líklega skýring á flestu því sem aflaga hefur farið í samfélagi okkar undangengna tíð.

Við höfum sett jöfnunarmerki milli menntunar og lærdóms.

Önnur skýring er svo hundsleg flokkshollusta og persónudýrkunin sem kom með valdstjórn Davíðs Oddssonar. Það gengur ólíkindum lengra að sjá viðbrögð sjálfstæðismanna við endurkomu hans í þjóðmálaumræðuna sem birtist í helgarblaði Moggans.  

Árni Gunnarsson, 6.7.2009 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband