Jón Sveinsson -in memoriam-
7.7.2009 | 09:08
Ég kunni alltaf vel viđ Jón Sveinsson og taldi hann til vina minna. Hann var skemmtilegur, óhefđbundinn, uppátćkjasamur, glettinn eđa stríđinn myndi mađur segja en um leiđ grćskulaus og vildi öllum vel. Ég kynntist honum mest í bridsheimum. Makker hans var Árni Stefánsson hótelsstjóri. Ţetta voru ţrumukallar, spiluđu vínarkerfiđ. Ungir galgopar međ flott kerfi settust međ látum en yfirgáfu borđiđ oftar en ekki sneyptir og steiktir. Jón og Árni voru nefnilega iđulega međal efstu manna og alltaf í hópi bestu manna líka á Austurlandsmótum í brids sem voru mjög sterk mót og eru kannski enn. Mér finnst ađ ţeir hafi orđiđ Austurlandsmeistarar en vil ekki fullyrđa um ţađ.
Eitt sinn fór ég međ Jóni og tengdasyni hans Grétari í fótboltaferđ til Liverpool og Manchester. Jón var poolari. Ég man enn og mun alltaf muna ţegar hann var ađ tala viđ Bretana um McManaman sem var ađalastjarnan ţá. Í Liverpool vorum viđ rćstir út vegna sprengjuhótunar í gegnum hóteleldhúsiđ og máttum dorma í hliđargötu međan leitađ var ađ sprengju sem aldrei fannst. Ţetta var á viđsjárverđum tímum. Ţetta var skemmtileg ferđ. Viđ vorum ekkert blankir og sáum öll bestu liđin spila alla bestu leikina.
Jón var virtur útgerđarmađur, gerđi út Gissur hvíta međ félögum sínum, formađur Útvegsmannafélags Hornafjarđar ef ég man rétt og varđ síđari árin trillukarl. Ekta mađur, vinnusamur, heiđarlegur mađur sem létti manni lund, greip í mann, sagđi einhvern djöfulinn og hló svo sínum bjarta hlátri. Ég ţakka kynnin og sendi góđar kveđjur til Sigríđar konu hans og Röggu, Axels, Sveinbjargar og ţeirra fólks.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:27 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.