Eini vitræni vegur vegvilltrar þjóðar!

Allt frá því að ég kom til búsetu í Austur Skaftafellssýslu árið 1985 hefur náttúrufar svæðisins heillað mig. Þessi 200 kílómetra ræma frá Hvalnesi í Lóni að austanverðu að Skaftafelli í vestri er samfelld upplifun. Á aðra hönd sandar og sær á hina fjöllin og jökulhettan, skriðjöklar, viðkvæm blóm, himininn. Byggð rofnar hvergi. Höfn, eina þéttbýlið teygir sig út í Atlantshafið, hvarvetna eiði, lón, jökulár, sprænur, gargandi fuglar.

Næstu vikur mun ég í hópi góðra manna og kvenna fara á hestum endilangt þetta svæði.  Við hefjum ferðina í námunda við ferðaþjónustubýli vinar míns Gunnlaugs Ólafssonar og bræðra hans Stafafelli í Lóni og linnum ekki fyrr en á söndununum niðurundir Svínafelli og Skaftafelli í Öræfum.

Ég verð því ekki í netsambandi næstu vikur en vona að Alþingi hafi samþykkt Icesave með fyrirvörum þegar ég opna tölvuna næst og þá einnig samþykkt að leita eftir samningum um inngöngu Íslands i Evrópusambandið. Icesavesamningarnir eru ill nauðsyn, liður í að rétta af ríki og þjóð sem hélt skelfilega illa á málum sínum. Innganga í Evrópusambandið, að því gefnu að samningar verið viðunandi, eini vitræni vegur vegvilltrar þjóðar.  Nútíma samstarfsvettvangur sjálfstæðra þjóða í Evrópu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Ef ríkissjóður Íslands er ábyrgur fyrir ICE-save Baldur, eru ríkissjóðir EU landa það líka.  Ríkissjóður Íslands er ekki ábyrgur fyrir ICE-save auðróna.

Elle_, 8.7.2009 kl. 10:40

2 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Þakka samskiptin EE elle og ábyrgt og kurteislegt komment.  Vona að aðrir sem kommentera verði einnig kurteisir og yndislegir. Kv. B

Baldur Kristjánsson, 8.7.2009 kl. 11:00

3 Smámynd: Hallur Magnússon

Bið að heilsa austur!

Hafðu það gott í ferðinni - en mundu að Hornafjarðarhrossin eru dálítið sérstök - duglegir vatnahestar, en ... 

Hallur Magnússon, 8.7.2009 kl. 12:11

4 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Góða ferð Baldur og hlustaðu nú vel eftir afstöðu hestsins til Evrópusambandsins......

Ómar Bjarki Smárason, 8.7.2009 kl. 22:31

5 Smámynd: Stefán Már Halldórsson

Mæl þú manna heilastur, félagi Baldur

Stefán Már Halldórsson, 9.7.2009 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband