Skýrsla EUMC

Í skýrslu EUMC (European Union Monitoring Center) um Muslima í Evrópubandalagsríkjum eru dregnar fram þær staðreyndir að Múslimar búi við vaxandi misrétti.  Múslimum sjálfum finnist í vaxandi mæli að ætlast sé til af þeim að þeir aðlagist einhliða (assimilation) og láti af siði sínum og venjum og trú.  Bent er á það að margar ríkisstjórnir séu óviljugri en áður að stefna að gagnkvæmri aðlögun (integration) undir merkjum fjölmenningar.  Það er hins vegar langt í frá niðurstaða skýrslunnar að það sé rétt eða fær stefna..  Þvert á móti er hvatt er til samræðu milli menningarheimanna og að báðir leggi sitt af mörkum til þess að ólíkt fólk geti vistast saman í samfélagi án þess að það komi til árekstra(Integration is a two way process). Þá eru ríkisstjórnir hvattar til þess að gefa góðan gaum að vaxandi misrétti í garð Múslima og finna leiðir til þess að sporna gegn því. Þjóðir Efnahagsbandalagsins auki atvinnumöguleika Múslima og bæti það hvernig skólar bandalagsríkjanna útskýri Islam fyrir börnum.  Vitnað er í góð fordæmi frá Luxemburg og Hollandi í þeim efnum.

Ég hef ekki tölur við höndina um það hvað margir Islamstrúarmenn séu í Evrópu en mundi skjóta á að það væru svona 17 milljónir. Islamstrúarmenn eru hluti af Evrópskum samfélögum (9% í Frakklandi,5% í Danmörku, 3,6% í Þýskalandii svo dæmi séu tekin).  Víðast hvar búa kristnir menn og Islamstrúarmenn saman í sátt og samlyndi enda er engin önnur leið til.  Skýrsla EUMC gengur út frá því sem einu leiðinni.


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband