Fólkið í skuldaböggunum!

Gegni óvenju stóru svæði núna vegna sumarleyfa og hef enda fengið nokkur símtöl og hjálparbeiðnir í dag aðallega frá fólki hvers unglingar eru að byrja í skóla. Svipuð reynsla og prestur í Hafnarfirði hefur tjáð sig um. Það er óhætt að hvetja fólk til þess að leita til okkar prestanna í nauðum sínum. Kirkjur eru auðvitað misjafnlega í stakk búnar til að hlaupa undir bagga en við getum allavega bent á einhver úrræði. Sömuleiðis ætti fólk að hafa samband við skólana og láta vita af vandanum og félagsþjónustu sveitarfélagsins og hugsa einnig til þess hvort það eigi ekki góða vini.

Við verðum að gæta þess að enginn unglingur gráti vegna þess að hann getur ekki keypt skólabækur. Við megum ekki láta það henda að börn –eða þá nokkur- fari svangur að sofa.

Nýtt sjónarhorn er til staðar. Fólk í glæfralega flottum húsum leitar ásjár. Fyrir dyrum úti stendur óþarflega nýr bíll. Báðum finnst þetta erfitt – þeim sem biður ásjár og þeim sem hjálpina veitir. En þetta fólk getur átt erfitt. Það á oft minna en ekki neitt og sér fram á að missa allt. Þetta er fólkið í skuldaböggunum sem það reisti í góðri trú bjartsýnisáranna. Sumt af þessu fólki er þegar búið að selja fjölskyldusilfrið. Það getur verið ennþá lengra í fimm þúsund kallinn hjá þessu fólki en flestum öðrum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og sú dapurlega staðreynd að aðstoð er tekjumiðuð. Ekki tekið mið af skuldum í þessum vinkli. Þeirra sem eiga óþarflega nýjan bíl, bíður einungis greiðsluaðlögun, sem er reyndar hjálp fyrir marga.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 23:28

2 Smámynd: Aprílrós

Ég þurfti að leita mér aðstoðar til kirkjunnar með skóladóta innkaup. Ég hef enganvegin efni á þessu svo ég fórnaði öðrum hlutum til að geta keypt þessa hluti.  Þetta er fokdýrt að kaupa fyrir skólann , alveg skammarlega dýrt.  Ég yrði sett undir smásjá barnaverndar ef ég gæti ekki keypt þetta fyrir unglinginn min, og þar af leiðandi yrði hann settur í einelti í kvölfarið í skólanum .

Aprílrós, 24.8.2009 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband