Heimurinn hefur misst mikinn baráttumann fyrir réttlæti!

Það er gott að muna og hafa samhengi. Edward Kennedy hefur verið hluti af veröld manns síðan um 1960. Frábær senator, baráttumaður fyrir borgaralegum réttindum, menntun og heilsugæslu. Baráttumaður gegn kynþáttafordómum og misrétti.

Reyndar kaus ég hann einu sinni sem öldungadeildarþingmann fyrir Massachussets svona óbeint, ég hafði verið fenginn til þess að aðstoða mjög mikið fatlaða konu í kjörklefanum.  Við fengum að fara fram hjá hræðilega langri röð og inn í kjörklefa og kusum með því að taka í stangir á stórri kjörvél, gamalli.  Hún skáskaut augunum á nöfnin og ég tók í handföngin. Hún kaus, skulum við segja,  Ted Kennedy í öldungadeildina og Mik Dukakis í forsetann og jafnaðarmaðurinn frá Íslandi tók með ánægju í handföngin. Svo kusum við helling af öðru fólki og tókum afstöðu í margs konar álitamálum eins og t.d. hvort að mætti loka kjúklinga inni frá fæðingu til dauða. Ég held að bandaríkjamenn hafi að mörgu leyti opnara lýðræði en við flokksþrælarnir. 

En Edward Kennedy er allur.  Heimurinn hefur misst mikinn baráttumann fyrir réttlæti. Og hann var einn allra mesti ræðumaður stjórnmálamanna þessa heims. Hann varð goðsögn í lifanda lífi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ekki má samt gleyma því að hann stakk af þar sem hann olli banaslysi. Gerðir manna segja líka ýmislegt um menn ekki síður en ræðusnilld. Líf þessarar konu sem lést skipti hann augljóslega alls engu máli. Hann unni henni ekki þess réttlætis að kannast við gjörðir sínar.

Sigurður Þór Guðjónsson, 26.8.2009 kl. 13:19

2 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Sammála þér nafni, merkilegt hvað presturinn getur mært þennan mann, blessuð sé nú minning hans, sem olli dauða einkaritara síns í hörmulegu slysi, og það sem verra er, hafði ekki manndóm í sér til að tilkynna slysið fyrr en sólahring síðar.  Ekki hjálpaði ræðusnilldin honum þar, hvað þá að þegja í heilan sólarhring og vera dæmdur fyrir vikið.  Var hann ekki bara fúlegg Kenndy fjölskyldunnar.

Sagan segir að hann hafi staðið í bullandi framhjáhaldi meðan hann var giftur, kippir þar nú í kynið, bræður hans voru nú ekki við eina brókina felldir,  og því langar mig að spyrja prestinn og Samfylkingarmanninn Baldur:

" Vonandi hefur þú ennþá að leiðarljósi í lífi þínu  boðorðin og gleymir þá væntanlega ekki því sjötta (6) ??

Sigurður Sigurðsson, 26.8.2009 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband