Bitruvirkjun?
27.8.2009 | 09:22
Nú stefnir í átök milli Hvergerðinga og bæjarstjórnar Ölfuss vegna fyrirhugaðrar Bitruvirkjunar. Þessi óþarfa deila er vegna úreltrar sveitafélagaskipunar. Auðvitað eiga íbúar að hafa skipulagsvald um sitt nánasta nágrenni annað er út í hött. Það væri fáránlegt að pólitíkusar í Hveragerði hefðu skipulagsvald hér niðurfrá í kringum Þorlákshöfn.
Meðan menn breyta ekki þessu úrelta skipulagi verða byggðirnar auðvitað að koma fram við hverja af fullkominni tillitssemi. Samstarf sveitarfélaga á að vera með jákvæðum formerkjum, vera lausnarmiðað og sáttanefndir á að setja ef fulltrúar reynast ófærir um að leysa mál í sátt og samlyndi.
Við Sigurður Hjaltason heitinn fyrrum sveitarstjóri vorum einu sinni settir í sáttanefnd á Hornafirði. Út úr því kom ein allsherjar sátt eins og nærri má geta.
Með þessu er ekki afstaða tekin til Bitruvirkjunar. Atvinnutækifæri eru gulls ígildi. Ég er þó heldur á því að náttúran eigi að njóta vafans ef vafi er, sérstaklega ef mannfólkið sem býr þarna nálægt óttast um hag sinn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Bæjarstýran í Hveragerði talar um að Hvergerðingar vilji þetta ekki en ekki hef ég nú trú á því að hún tali fyrir munn ALLRA Hvergerðinga. Kannski er andstaðan í Hv.g. við verkefnið vegna þess að þeir fá ekki krónu út úr því, þó það sé tiltölulega skammt frá þorpinu.
Landamærin hjá sveitarfélugunum þarna eru sérkennileg. T.d. er Garðyrkjuskóli Ríkisins, sem margir halda að sé í Hveragerði, alls ekki þar, heldur í Ölfusi.
Gunnar Th. Gunnarsson, 27.8.2009 kl. 10:02
Sæll sér Baldur og mæl þú manna heilastur. Þetta er álika fáránlegt og þegar þið Þorlákshafnar gáfuð áframhaldi skotleyfi á Ingólfsfjall, sem er bæjarprýði okkar Selfyssinga.
Sigurður Sveinsson, 27.8.2009 kl. 13:56
Sigurður !
Alveg er ég viss um það að Selfyssingar hafa fengið meirihluta af því efni sem flutt hefur verið úr námunni í Ingólfsfjalli, og sparað sér við það fúlgur fjár.
Þökk sé heilbrigðum hugsanagangi Ölfusinga, bæði varðandi þessi námumál og eins vilji þeirra til Bitruvirkjunar !
Birgirsm, 27.8.2009 kl. 20:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.