Þetta er allt að koma!
29.8.2009 | 09:32
Það er að koma Höfuðdagur. Er það ekki dagurinn sem er tileinkaður höfði Jóhannesar skírara þess sem Heródes konungur lét hálshöggva og færa höfuðið dóttur Herodíasar á fati vegna þess að hún fór fram á það sem laun fyrir dans sinn? Þetta partí eins og því er lýst í Markúsarguðspjalli hefur verið eins og meðal útrásarpartí íslensks banka. Um Höfuðdag á veður að breytast og vonandi breytist nú andrúmsloftið í íslensku samfélagi. Stefnan hefur verið mörkuð við ætlum að standa við skuldbindingar okkar, vera þjóð meðal þjóða, höfum afgreitt Icesave (vonandi heldur það) og ákveðið að sækja um formlega inngöngu í klúbb sjálfstæðra þjóða í Evrópu en þar erum við nú aukameðlimir eins og allir vita. Þetta er allt að koma.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:39 | Facebook
Athugasemdir
" Bon appétit" í Evrópusambandinu Séra Baldur Krístjánsson.
Vestarr Lúðvíksson, 29.8.2009 kl. 14:52
Við verðum það vonandi báðir Hr. Vestarr Lúðvíksson! Kv. B
Baldur Kristjánsson, 29.8.2009 kl. 14:57
Við verðum þar..afsakið villuna hr. Vestarr Lúðvíksson
Baldur Kristjánsson, 29.8.2009 kl. 14:58
Mikið rétt, mikið rétt séra minn.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 30.8.2009 kl. 10:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.