Hleypum ekki frjálshyggjugaurum að!

Kemur Íslendingum og öðrum Evrópubúum yfirleitt spánskt fyrir sjónir hvað Bandaríkjamenn hafa ófullkomið sjúkratryggingakerfi. Rifjast upp þegar horft er á CNN nú þegar Ted Kennedy er allur. Hef reynslu af kerfinu sjálfur. Ég veiktist en sem Harvard stúdent átti ég mjög huggulega tvo daga á sjúkrahúsi. Félagi min  í öðrum skóla varð að súpa gums þegar hann var lagður inn enda með ódýra tryggingu. Ég skrifaði ritgerð þar sem ég bar saman heilbrigðiskerfið í Bandaríkjunum annarsvegar og Kanada og Íslandi hins vegar.  Tíu mínútna útlistun sem átti að vera varð að klukkustundar spurningaflóði. Hugmyndin um almennt tryggingarkerfi var bekkjarsystkinum mínum framandi.

Okkar heilbrigðiskerfi er dýrmætt. En því hefur hnignað.  Aðgengi er dýrara en áður og víða torsóttara. Snúum þeirri þróun við.  Hvikum ekki frá því markmiði að reka hér heilbrigðiskerfi sem gagnast öllum jafnt án tillits til búsetu eða efnahags. Hleypum ekki frjálshyggjugaurum að þessari dýrmætu auðlind.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þ Þórðarson

Það er rétt, heilbrigðiskerfinu hefur hnignað og nú þarf að spyrna við fótum, því enn er þrengt að því.

Sigurður Þ Þórðarson, 30.8.2009 kl. 11:37

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Hvaða mælikvarða notarðu Baldur begar þú fullyrðir að heilbrigðiskerfinu hafi hnignað?  Ég hef persónulega reynslu af því og ég segi hiklaust að kerfið er mjög gott. Þjónustan er frábær og hægt er að halda fram með réttu að faglegur metnaður starfsfólks sé mjög mikill. Gallinn við okkur, þessa velferðarkynslóð, er hinsvegar dæmalaus tilætlunarsemi og heimtufrekja. Almenningur spyr aldrei hvað þjónustan kostar eða hvernig á að borga. Nei lífskjörin skulu tekin að láni með veði í framtíðinni. Það hefur verið okkar mottó og skýrir hvernig komið er fyrir hemingnum af þjóðinni

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 30.8.2009 kl. 13:15

3 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Góður umræðupunktur! Það er dýrara en áður, fleiri gjöld, meiri bið eftir sumu.  Er þetta ekki rétt? 

Því má heldur ekki gleyna að kerfið er meiri höfuðverkur fyrir ríkissjóð en áður, Kv. B

Baldur Kristjánsson, 30.8.2009 kl. 13:39

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Starsfólk LSH er keyrt áfram í niðurskurðinum, álagið þykir ekki fréttnæmt.

Finnur Bárðarson, 30.8.2009 kl. 16:26

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Innilega sammála þér, Baldur.

Lára Hanna Einarsdóttir, 30.8.2009 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband