Heimspeki að morgni dags!

Sennilega er það æðsta köllun mannsins að láta gott af sér leiða.  Trúlega er það besta ráðið til að öðlast ró og frið, sátt við sjálfan sig.  Markmið með lífinu getur verið það að ná hámarksþægindum fyrir sjálfan sig og sína nánustu en reynslan kennir okkur að það leiðir ekki nauðsynlega til neinnar hamingju.

Flest trúarbrögð sem ég þekki ganga út frá þessari forsendu að maðurinn þurfi til þess að öðlast einhvers konar sálarfrið að láta gott af sér leiða. Hjálpa öðrum, reynast öðrum vel.  Þeir sem halda því að maðurinn gangi eingöngu fyrir eigin hagmunum myndu halda því fram að dýpst inni skynjaði hver manneskja að hún gæti komist í þá stöðu að þurfa hjálp.  Að hjálpa öðrum væri því praktísk hegðun. Aðrir myndu segja að samúð með öðrum lifandi verum væri manninum í blóð borin. Hugsanlega hafa manneskjur með samhjálpargen lifað af manneskjurnar með sjálfshyggjugenin.  Það væri þá  í takt við þá fornu speki að sameinaðir stöndum vér –sundraðir föllum vér.

Og ég held að trúarbrögð, kristni meðtalin, séu ekki uppspretta góðvilja mannsins eða samúðar hans með öðrum lifandi verum. Frekar mætti segja að þau endurspegluðu þessa tilhneigingu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Asskoti getur lyklaborð strítt manni! Fyrirsögn þín varð að "hænuspeki!" En pistillinn góður. Sunnudagsinnleggið?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 11:36

2 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Maður þorir ekki orðið að skrifa neitt nema háspeki(þó ekki sé hún djúp)!!  Kv. B

Baldur Kristjánsson, 31.8.2009 kl. 11:43

3 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Sammála þér séra minn, en trúarbrögðin hvetja fólk til að sinna hjálpseminni og góðvildinni og iðkun trúar getur verið ögun til góðra verka.

Hólmfríður Pétursdóttir, 31.8.2009 kl. 16:40

4 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Það er hressandi að lesa þetta frá presti ríkiskirkjunnar því oftar heyrum við að góð gildi séu uppfinning kristinnar kirkju.  Þú átt því hrós skilið.

Hólmfríður, trúarbrögðin eru ekki ein um það.

Matthías Ásgeirsson, 1.9.2009 kl. 09:27

6 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Sennilega er þetta ekki einhlítt. Margir hafa orðið til bölvunar, sem vildu láta gott af sér leiða. Tryggast mun að þiggja velgjörð úr þeirri hendi, sem veit ekki hvað hin gjörir. 

Sigurbjörn Sveinsson, 3.9.2009 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband