Börn eru ,,inni"

Ég samdi þesa fínu ræðu um börn sem enginn elskaði, vannærð börn, börn með byssur, heimilislaus börn, um kaldlyndan og grimman heim.  Tók þau sem dæmi um brýn verkefni okkar í heiminum en vék einnig að því að við mættum haga lífi okkar meira og betur með hag barna okkar að leiðarljósi.  Allt þetta tæklaði ég út frá vöggu Jesúbarnsins, út frá gleði okkar yfir nýfæddu barni hvort sem það væri nú sonur eða dóttir.

Þegar ég kom heim sá ég á BBC að páfinn hafði haldið alveg sömu ræðuna og biskupinn hér á landi var ekki á ósvipuðum slóðum. Seinheppni mín ríður ekki við einteyming. Nú heldur söfnuðurinn að ég hafi stolið þessu öllu saman.

Börn eru greinilega ,,inni” hjá túlkendum orðsins um þessi jól, eins og þessi dæmi sýna. Við erum greinilega nú haldin samviskubiti út af börnunum í heiminum og þarf engan að undra. Svo er aftur annað hvort  að þessi áhersla sé jákvæð eða hvort samviskubitið bara minnki eftir að við höfum talað svolítið um bágar aðstæður milljóna barna í heiminum.

Svo er nú sú kaldhæðnislega hugsun: það er öruggt að tala um börn sem svelta. Það er alveg öruggt að tala um það sem er langt í burtu.  Það er erfiðara að líta sér nær um ýmislegt. Gleðileg jól enn og aftur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband