Áfram Alþjóðahús!

Alþjóðahúsið, stofnun þess og starfræksla er eitt af því sem Íslendingar hafa gert vel í málefnum innflytjenda.  Í skýrslum Evrópuráðsins hefur því verið hrósað.  Það væri því misráðið að leggja það af. Starfssemi eins og þar fer fram stuðlar að bættu samfélagi. 

Auðvitað ætti ríkið að tryggja rekstargrundvöll hússins.  Á okkur sem heild hvílir sú krafa að aðstoða nýtt fólk við að aðlagast íslensku samfélagi og stuðla að því að innfæddir læri eitthvað í því ferli einnig. Í þessu hefur Alþjóðahúsið gegnt mikilvægu hlutverki. Verið góð útfærsla á því starfi sem þarf að inna af hendi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: brahim

Það er eitt sem Alþjóðahús hefur vanrækt illilega allan sinn starfstíma...en það er að brýna fyrir innflytjendum og hreinlega koma þeim á námskeið í að læra Íslensku.

Það er óþolandi að mæta hér fólki sem hefur búið hér í 1 eða fleiri ár en eru ótalandi á Íslensku. Þetta fólk virðist ekki hafa nokkurn áhuga á að læra málið hvað þá reina að blanda geði við Íslendinga.

Það heldur sig algerlega við samlanda sína hér...má þá t.d. nefna Thailendinga...Philipseyinga...Pólverja...Rússa...Litháa.

95% eða jafnvel fleiri eru ótalandi á Íslenska tungu. Ef ég ætlaði að flytja til Skandinavíu t.d. þá fengi ég hreinlega ekki vinnu nema að byrja á að sækja 3ja mánaða námskeið í viðkomandi tungumáli og verða fær um að skilja og tjá mig í málinu til að fá vinnu. Sama á við um önnur lönd...þú þarft að kunna tungumálið.

Fyrst þú ert svona hrifin af starfsemi Alþjóðahúss...beittu þér þá fyrir því að innflytjendum sé kennd Íslenska þar og með sama hætti og gert er í öðrum löndum Skandinavíu.

Ekki hygla einhverjum sem ekki standa sig í stykkinu.

brahim, 2.9.2009 kl. 09:59

2 Smámynd: Himmalingur

Hvað með Fjölskylduhjálp Íslands? Borgin styrkir, en tekur sömu upphæð í húsaleigu fyrir ónýtt kofaræksni!

Hugsum okkur nær: Við fyrst, svo aðrir!

Dælum endilega fé í Alþjóðahús á meðan landinn sveltur!

Himmalingur, 2.9.2009 kl. 19:38

3 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Já, áfram Alþjóðahús..

Þau sem þar hafa unnið hafa hjálpað mörgum persónulega og komið upplýsingum til enn fleiri um það sem sem allir á Íslandi þurfa að vita, en fer framhjá fólki sem ekki skilur flókið mál laga og reglugerða að ég nú ekki tali um fjármála.

Reynsla mín af því að búa erlendis er einmitt þessi að það liggur ekki alltaf í augum uppi hvert á að snúa sér til að leita upplýsinga, og hef ég samt kunnað tungumál viðkomandi þjóða bærilega.

Hvað það varðar að umgangast landa sína held ég að það geri fólk flest í framandi landi og samlagast þó bærilega nýja landinu.

Hólmfríður Pétursdóttir, 3.9.2009 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband