Hverjir verða ofaná?

Harðvítug átök standa nú yfir um völdin í íslensku samfélagi.  Slík átök eru í öllum samfélögum en aldrei eins gróf og ofsafengin eins og í kreppu þegar allt hefur hrunið.  Oftast ná  þeir yfirhöndinni sem hafa fjármagnið sín megin.  Á ófriðartímum ná karlar aftur vopnum sínum, hörkunaglar sem kalla ekki allt ömmu sína. Konum er hent út í horn.

Á Íslandi eru átökin rétt að byrja. Átökin verða áfram um fiskveiðiauðlindina, um landið sjálft og orkuauðlindirnar.  Flest ræðst með sama hætti og á öllum öldum, í leyndum farvegum, samböndum og klíkum. Afbragðsmenn eru vegnir og léttvægir fundnir, foringjar búnir til úr öðrum.  Foringjar verða þeir sem hafa vit á því að standa fyrir ákveðna hagsmuni. Lýðræðið er aðeins hluti af leiknum.  Þeir sem læra á lýðræðið, leikreglur þess, verða ofaná ef allt hitt er í lagi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Heill og sæll Baldur

Það ríkir mikil tortryggni meðal þjóðarinnar og sjallar reyna að styrkja tengslanetið. Það er spurning hvort það þurfi ekki að innleiða gleði og bjartsýni meðal þjóðarinnar með öðru en orðræðu og stjórnmálum. Dans og söngur gæti tryggt opið hjarta líkt og svertingjarnir nýttu sér í gegnum allt sitt mótlæti. Auðvitað líka trúin. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 28.9.2009 kl. 10:31

2 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Góð pæling, Baldur. Og það sýndi sig á Ísafirði um helgina að þeir sem hafa fjármagnið láta einskis ófreistað og leigja sér flugvél og senda aðdáendur sína tila ð taka þátt í kosningum, ef þannig ber undir..... Tími einkaþotnanna er kannski ekki liðinn eftir allt saman......?

Það er spurning hvort það stjórnarfyrirkomulag sem við búum við í  dag er ekki frekar "Fjárræði" en Lýðræði.....?

Ómar Bjarki Smárason, 28.9.2009 kl. 10:34

3 Smámynd: Héðinn Björnsson

Það er hárrétt að nú verður barist og mun framtíð þjóðarinnar ráðast af því hvernig fer. Ég mun því ekki láta mitt eftir liggja að taka þátt í þeirri baráttu og reyna að efla þá jákvæðu spilara í valdabaráttunni sem ég sé til dæmis Hagsmunasamtök heimilanna og Opna borgarafundi og berjast gegn fjármagneigendum sem vilja fjötra þjóðina í skuldaþrælkun. Það er ekkert gefið hverjir verða ofan á og þátttaka almennings mun skipta sköpum hvaða aðilar verða ofan á.

Héðinn Björnsson, 28.9.2009 kl. 10:39

4 Smámynd: Sævar Helgason

Það sem eitt getur bjargað okkur er samstaða alls almennings. Hún sýndi sig í vetur á Austurvelli-á borgarafundum í Háskólabío og Iðnó-og náði hámarki með Búsáhaldabyltingunni.  Nú síðast birtist samstaða almennings t.d í > 4000 uppsögnum á kvóta Mogganum - vegna siðlausrar ritstjóraráðningar... Spurningin er nú - skynjum við okkar vitjunartíma- nægjanlega fljótt ?  Takk fyrir góðan pistill, Baldur

Sævar Helgason, 28.9.2009 kl. 11:45

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Getur það verið að stjórnmálflokkar sé viljandi notaðir líkt og trjónuhesturinn forðum? Svona til að lauma nokkrum vígamönnum inn fyrir múranna? Það sem ég á við er að e.t.v. eru skálkarnir og skaðræðismennirnir ekkert endilega sjálfstæðismenn, framsóknarmenn eða samfylkingarmenn í raun og veru, þeir bara þykist vera það. Í raun eru þeir tækifærissinnar.

Þeir eru fyrst og fremst á höttunum eftir að aðstöðu til að fremja myrkraverkin sín í. Til þess þurfa þeir að vera í rétta flokkinum og rétti flokkurinn er sá sem er við völd hverju sinni. Flokkurinn er Trójuhesturinn þeirra

Þegar að stjórnarflokkurinn missir völd færa skálkarnir sig yfir, smátt og smátt og eins hljóðlega og Þeir geta. Að sjálfsögðu hafa þeir á takteinunum sannfærandi skýringar á hvers vegna þeir skiptu um flokk, svona ef einhver skyldi spyrja. En venjulega gerist það ekki.

Ástæðan fyrir því að flestir útrásarvíkingarnir voru í Sjálfstæðisflokknum er að hann var búinn að vera lengst við völd og að honum höfðu safnast saman flestu svindlararnir. En nú fer það að breytast sjáið bara til.

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.9.2009 kl. 14:02

6 Smámynd: Hörður Halldórsson

Góð færsla hjá Svani.

Hörður Halldórsson, 28.9.2009 kl. 15:28

7 Smámynd: Kristinn Pétursson

Sjaldan hefur verið meiri þörf á sátt  í þjóðfélaginu. Þess vegna sakna ég þess að ekki skuli hafa tekist að koma á þjóðstjórn 

Pólitísku karpi þar að ýta til hliðar með björgunarstörfin - það dugar ekki að rífast á strandstað um hvað sé hverjum að kenna.... meiri ábyrgð væri í því að starfa saman.

Fyrirmyndin - er samstarfið sem tókst  loksins í Alþingi í Iceave málinu - eftir 90 daga...  Ég vil sjá meira af slíkri samvinnu allra flokka og að dregið verði úr "pólitísku drullukasti"

Kristinn Pétursson, 28.9.2009 kl. 16:11

8 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Kristinn þú gerir þér grein fyrir að Framsókn og Sjálfstæðismenn vilja alls ekki fara í Þjóðastjórn þar sem þeir þyrftu að bakka með allt sem þeir í skjóli þess að vera í stjórnarandstöðu hafa sagt varðandi Icesave, skattahækkanir, niðurskurð og fleira. Eins bendi ég að síðasta þjóðstjórn var víst aðalega stofnuð til að halda sósíalistum utan ríkisstjórnar eftir að Alþýðuklúbburinn klofnaði. Og þessi stjórn var ekki vinsæl og alls ekki öll þjóðin að baki henni. Held að þegar þetta tímbil verði skoðað eftir nokkur ár komi í ljós að það voru ekki allir þessir valkostir um aðgerðir sem allir "snillingarnir" boða í dag. Bendi á að aðgerðir nú eru í höfuð atriðum eins og Sjálfstæðisflokkurinn hóf undirbúning að síðasta haust. Og hraði mála getur því miður ekki alltaf verið meiri. Það eru ýmsir frestir sem þurftu að líða áður en hægt væri að bregðast við. Eins og kærufrestir kröfuhafa bankana og fleira.

Eins varðandi fyrirvara við IceSave þá heyrði ég ekki betur en að viðmælandi Egils í Silfrinu varaði sérstaklega við að setja í fyrirvara eins og Alþingi gerði að greiða allt að 6% af hagvexti eða hvernig sem þetta var. Og eins máttu menn vita að Bretar og Hollendingar vildu fá einhverja tryggingu fyrir eftirstöðvum lána árið 2024. Þannig að vinna þingsins er nú ekki fullkomin og enda var engin sátt um þetta. Sjálfstæðismenn sátu hjá og framsókn á móti.

Magnús Helgi Björgvinsson, 28.9.2009 kl. 16:50

9 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Sæll Baldur - góður pistill

 Það er líka auðlind að eiga góða stjórnmálamenn sem gæta hagsmuna okkar í hvívetna og láta ekki stela frá okkur auðlindum og arðræna þjóðina.

 En vitum við um einhverja slíka? Hver gætir hagsmuna okkar í dag?

Sigurður Sigurðsson, 28.9.2009 kl. 17:00

10 Smámynd: Vigdís Ágústsdóttir

Það er meinið, við eigum ekkert frábært hugsjónafólk, sem vill gefa sig að stjórnmálum,--- eins og við þyrftum þess mikið með núna.  Ég segi  fyrir mig, --hingað til hafa mér fundist stjórnmál lítið mannbætandi--meira í hina áttina, því miður--

Vigdís Ágústsdóttir, 28.9.2009 kl. 17:23

11 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Verst að fólki hættir til að hunsa reglur lýðræðisins til að ná fram persónulegum markmiðum sínum. Lýðræðið vinnur hægt og mörgum liggur á að ná sínu fram.

Hólmfríður Pétursdóttir, 28.9.2009 kl. 19:41

12 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Mikill sannleikur hér....takk!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 28.9.2009 kl. 21:54

13 Smámynd: Andspilling

Svanur

Sjálfstæðisflokkurinn gat af sér útrásarvíkingana, ekki öfugt. Þvílíkt bull í þér.

Góð færsla annars hjá síðueiganda og hverju orði sannari.

Andspilling, 28.9.2009 kl. 23:36

14 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hver er munurinn á að "geta af sér" útrásarvíkingana,  Andspilling, og að laða þá að sér? 

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.9.2009 kl. 23:55

15 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

…samanber texta Jónasar Kr.

“28.09.2009
Fjölskylda guðs á Íslandi

Fjölskylda guðs á Íslandi sér um sína. Fremstir fara biskupsfeðgarnir, sem ganga næst almættinu hérlendra manna. Síðan eru biskupsbræðurnir, sem eru prófessorinn í guðfræði og sálmasmiðurinn og konsertmeistarinn. Svo og biskupsmágurinn, sem er skólastjóri kirkjunnar í Skálholti. Nú er risinn biskups-tengdasonurinn, sem áður var lúterstrúboði í Lundúnum. Fyrir það þurfti biskupsstofa að borga 42 milljónir, því að ekki var farið að lögum. Nú verður hinn dýri trúboði gerður að presti í Kópavogi. Leitun er að eins kristinni fjölskyldu og þessari, sem gengur fram í guðsótta og góðum verkum.”

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 29.9.2009 kl. 00:58

16 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Svanur, Sigurður Einarsson (Kaupþingi) var alltaf Framsóknarmaður hér áður fyrr. Í menntaskóla var hann krati. Margir af "útrásavíkingunum" eru aldir upp á allaballa- og framsóknarheimilum. Það er alveg eins víst að næsta kynslóð af "víkingum" og svindlurum veðji á ESB og flokka sem sækjast eftir embættum þar á bæ. En það verður aum ævi. Ungir strákar með bindi í Brussell að brytja leifarnar af Íslandi ofan í græðgisgat ESB.

Heimurinn er ekki eins einfaldur og prelátinn prúði í Þorlákshöfn segir hann vera. Hvað varðar "átökin" um fiskveiðiréttindi, þá er nú augljóst hvert þau á að gefa án nokkurrar baráttu, ef núverandi ríkisstjórn situr áfram. Þau réttindi eru á leiðinni til ESB, svo sjóræningjar í ESB löndum geti tæmt hér miðin eins og þeir hafa gert alls staðar annars staðar. Þeir skapa nú hörmung fyrir þjóðir á vesturströnd Afríku vegna ofveiða. Hörmungarnar skella brátt á Íslandi.

Hverjir verja ofaná? Á Íslandi breytist ekkert. Klíkuskapur, vensl og tengsl, en ekki verðleikar. Frjálslyndir "Jafnaðar"menn kunna leikinn. ESB-fylkingin ætlar sér að taka völdin. Þeir vilja og geta ekki hætt að fara á ganglaus fundi erlendis, þar sem þeir hafa aldrei, nei ALDREI, gert nokkurt gagn fyrir Ísland. 

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 29.9.2009 kl. 05:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband