Trójuhestar samtímans ?
29.9.2009 | 11:05
Gáfumaðurinn Svanur Gísli Þorkelsson líkir stjórnmálaflokkunum við Trójuhesta í kommenti við færslu mína í gær. Trója væri þá hinn opinberi stjórnmálavettvangur, stjórnmálaflokkarnir tækið til að smygla sér þar inn, sama manngerðin meira og minna með það markmið helst að sölsa undir sig auð og völd, allavega að verja hagsmuni einhverra, leggja undir sig borgina. Enginn eða lítill munur milli flokka.
Sett fram til skemmtunar örugglega hjá Svani með sannleiksbroddi í. Sjálfur held ég að einn helsti ókostur okkar lýðræðiskerfis sé hvílíkar gryfjur stjórnmálaflokkar verða. Eins og í öðrum túarhreyfingum komast þeir gjarnan á toppinn sem eru harðastir á ágæti sinnar hreyfingar og kjaftforastir um ómöguleika annarra hreyfinga. Hugmyndin um að það besta komi út úr harðvítugum átökum fylkinga virðist ekki eiga við a.m.k. ekki hér á landi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
..."Eins og í öðrum túarhreyfingum..." obb obb obb held ég sé sunnlenska. Eigum við ekki að vona að stjórnmálahreyfingar séu ekki byggðar á trúarbergi. Það sem ég er að reyna að böggla út úr mér er að það sé munur á trú og skoðun.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 12:37
Stjórnmálaflokkar hafa mörg einkenni trúarhreyfinga Gísli t.d leiðtogadýrkun!
Baldur Kristjánsson, 29.9.2009 kl. 14:41
Ég er sammála Baldri hvað leiðtogadýrkunina varðar. En ég held nú að það þurfi enginn Trójuhest til að komast inn í stjórnmálaflokk hér á landi.
Jakob Falur Kristinsson, 29.9.2009 kl. 15:20
Það var ágæt grein eftir Kristinn H Gunnarsson sem var á þessum nótum. Þar talar maður með mikla reynslu af sameiginlegum innanmeinum stjórnmálaflokka. Mbk, G
Gunnlaugur B Ólafsson, 29.9.2009 kl. 21:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.