Vinstri miðjustjórn ?

Þessi ríkisstjórn verður að gera upp við sig hvort hún ætlar að stjórna þessu landi.  Þrátt fyrir ást okkar á þingræðinu og virðingu okkar fyrir samvisku þingmanna verður einhvern veginn að vera hægt að pína út stefnu út úr einni ríkisstjórn.  Það verður hlegið í hundrað ár af vinstri stjórnum ef henni tekst að klúðra þessu dæmi.

Kannski er kominn tími á vinstri miðjustjórn undir forystu Dags B. Eggertssonar.  Praktíska miðjustjórn með félagslegri áherslu ekki bundin um of í hugsjónaviðjaðar né of tengd auð- og valdaastétt landsins. Erfitt gæti hins vegar reynst að finna nógu marga þingmenn til að styðja slíka stjórn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég held að stærstu mistökin hafi verið að kjósa í vor, því þjóðinni gafst ekki tækifæri á að jafna sig og skipuleggja sig.

Ég er þess handviss að hér hefði orðið til ESB sinnaður hægri/miðju (borgaralegur) flokkur, laus við hagsmunatengsl LÍÚ og fjármagnseigenda, sem hefði getað orðið Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og jafnvel Samfylkingunni hættulegur.

Auðvitað er þetta enn hægt og ef af þessu verður mun það gerast í vetur! Þetta er eina flóttaleiðin út úr fjórflokknum, eina flóttaleiðin frá sérhagsmunagæslusveitum þriggja ofangreindra flokka!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 30.9.2009 kl. 09:19

2 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Hvernig staðið var að samningunum við Breta og Holendinga er vitlausasta sem nokkur stjórnmálamaður hefur láði sér detta í hug jafn vitlaust og að styðja árás á Írak án þess að hafa þingið með sér í málinu auðvita átti að skipa þverpólitíska nefnd til að semja sem hefði umboð Alþingis þannig tryggir maður breiða samstöðu ekki að bolast áfram.

Svo kastaði nú endanlega tólfunum þegar settir eru einhliða fyrirvarar við ónýtan samning í stað þess að viðurkenna mistök og fara aftur með nýja nefnd þá skipaða af Alþingi til að taka samninginn upp þar sem ekki var meirihluti fyrir honum, þannig gera siðmettaðir menn.

Það eina sem nú er í stöðunni er að Jóhanna og Steingrímur yfirgefi ríkistjórnina og þau stækki stjórnina með Framsóknarmönnum og geri Sigmund Davíð að forsætisráðherra og þannig komi nýtt fólk að samningunum við Breta og Hollendinga og trúnaður geti byggst upp á milli landanna að nýju.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 30.9.2009 kl. 09:28

3 identicon

Þú ert spámannlega vaxinn.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 12:32

4 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Sæll félagi.

Líklega vantar jafnvægi milli sjónarmiða - - en umfram allt vantar líklega praktíska heildarsýn - sem byggist á meginsjónarmiðum mannvirðingar, jafnræðis og félagshyggju - þar sem rekstur almannaþjónustu og samvinnu- og sjálfseignarfélaga sem burðarvirki atvinnulífsins.

Benedikt Sigurðarson, 30.9.2009 kl. 21:46

5 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Stefnir ekki allt í norksan miðjuflokk. Þar höfum við stuðninginn.... Og kannski er athugandi að senda menn á fund Noregskonungs og fá hann til að taka við okkur aftur á meðan við vinnum okkur út úr vandanum. Mörgum myndi geðjast betur að því en ESB. En þá þyrfti kannski að rýma til á Bessastöðum svo kóngur gæti komið þar til dvalar að vild.....

Ómar Bjarki Smárason, 30.9.2009 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband