Þingmenn þurfa að vera gáfaðir !

Öðrum þræði setur Ögmundur Jónasson gott fordæmi með afsögn sinni. Ráðherrar eiga að segja af sér af og  til og verða aftur óbreyttir þingmenn. Þetta hugtak óbreyttir þingmenn lýsir auðvitað vitlausum hugsunargangi. Það ætti ekki síður að vera virðing í því að vera þingmaður en ráðherra. Það eru einmitt þingmenn sem þurfa að vera gáfaðir.  Að hinu leytinu til þá er afsögn Ögmundar slæm því að engum hefði ég treyst betur til þess að skera niður í heilbrigðiskerfinu með eins litlu mannfalli og hægt er.  Ögmundur hefur stórt hjarta en hann er þverhaus.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Sem verkalýðsleiðtogi til áratuga hefur Ögmundur komið ýmsum góðum framfaramálum til leiðar fyrir umbjóðendur sína,opinbera starfsmenn .  Sem ráðherra stóð hann frammi fyrir því að þurfa að skera niður við trog ýmsa þessara pósta.  Líklegt er að það hafi orðið honum um megn-eða er það ekki ?

Sævar Helgason, 2.10.2009 kl. 09:42

2 Smámynd: Héðinn Björnsson

@Sævar:  Skoðaðu fjárlögin sem sett eru fram m.a. á ábyrgð Ögmundar og segðu svo að hann hafi ekki getað fundið sparnað í heilbrigðisráðuneytinu.

Héðinn Björnsson, 2.10.2009 kl. 09:56

3 Smámynd: Sævar Helgason

#2)  Já, en hann guggnaði sennilega sjálfur á að framfylgja þeim. Hún Álfheiður ráðherra sem við tók-fær það verkefni að vinna málið. . Ögmundur verður ekki ábyrgur....og sennilega fáum við að heyra háværa gagnrýni frá honum á framkvæmd mála.

Sævar Helgason, 2.10.2009 kl. 10:05

4 Smámynd: Kama Sutra

Er ekki Ögmundur bara að reyna að bjarga sínu eigin pólitíska skinni?

Kama Sutra, 2.10.2009 kl. 10:14

5 Smámynd: Vigdís Ágústsdóttir

Þingmaður og ráðherra, ég held að ráðherrar eigi ekki að vera þingmenn .  Stóð ekki einu sinni til að breyta því.   

Vigdís Ágústsdóttir, 2.10.2009 kl. 10:36

6 Smámynd: Ólafur Tryggvason Þorsteinsson

Vigdís, ef sú óskastaða hefði verið innleidd sætum við ekki uppi með álfkonubjálfann sem tók við af Ögmundi.

Ólafur Tryggvason Þorsteinsson, 2.10.2009 kl. 10:59

7 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Álfkonan hefði sagt af sér þingmennsku til að verða ráðherra vertu viss

Það er fyrir löngu nauðsynlegt að ráðherrar sé ekki þingmenn

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 2.10.2009 kl. 12:26

8 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ögmundur kynokaði sér við að segja opinberum starfsmönnum upp. Hugsjónin var nú ekki merkilegri en það.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 2.10.2009 kl. 12:49

9 identicon

Hvaða déskotans bull er þetta, staðreyndin er sú að honum var stillt upp við vegg.

Ég veit það fyrir víst að þetta tengdist hótun um stjórnarslit ef hann gagnrýndi Icesave sem og vinnulagsreglum núverandi ríkisstjórnar.

Viðar Helgi Guðjohnsen (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 13:52

10 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Niðurskurðarhnífurinn reyndist honum þungur í hendi.

Ingimundur Bergmann, 2.10.2009 kl. 18:23

11 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Afsögn Ögmundar hefur ekkert með heilbrigðismál að gera þó sumir sem kommenta hér að framan haldi slíku fram. Hótanir Jóhönnu fóru ekki fram hjá neinum vitibornum manni. Hann hefði orðið að víkja samvisku sinni til hliðar til að þjóna silfurskottunni á stóli forsætisráherra ef hann hefði ætlað að sitja áfram í ríkisstjórninni. Það er frábært að enn skuli þó fólk á Alþingi íslendinga sem hlýðir ekki fyrirmælum sem eru þvert á sannfæringu þess. Steingrímur féll líka í drullupyttinn og dylgjaði um þreytu Ögmundar í heilbrigðismálum. Ekki beinlínis stórmannleg framkoma við gamlan vopnabróður í pólitíkinni. Ég keypti mér hatt í gær svo ég gæti tekið hann ofan fyrir Ögmundi Jónassyni.

Sigurður Sveinsson, 3.10.2009 kl. 03:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband