Beiðni um ódýra náð !
5.10.2009 | 08:15
Klisjan sú að biðja Guð um að blessa Ísland er sjálfsmiðlæg og í raun beiðni um ódýra náð. Hafa Íslendingar unnið eitthvað til þess að verða blessaðir? Áratugum saman höfum við gefið minna til fátækra heimshluta en aðrar ríkar þjóðir. Við höfum ekki reynst smáum og hrjáðum meðal okkar neitt sérstaklega vel eins og dæmin sanna. Í föstudagsumræðum er það viðrað við hættum þróunaraðstoð af því að ,,eigum ekki pening! Fólk sem setur slíkt fram mætti lesa dæmisöguna um eyri ekkjunnar. Skipulega höfðum við fé af fólki í erlendum ríkjum í aðdraganda bankahruns og neitum að standa skil á því. Það er svo sem í lagi að biðja um blessun. Betra er þó að vinna til hennar!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Baldur viltu frekar að hann blessi ESB?
Sigurður Þorsteinsson, 5.10.2009 kl. 10:05
Er það ekki í eðli "náðar" að hún er veitt óverðskulduð, því annars væri hún ekki náð heldur réttlát umbun :)
En ég er sammála þér Baldur um þennan hjákátlega barlóm um að þjóðin hafi ekki efni á neinu og það eigi að hyggja fyrst að fólki á Íslandi sem líður skort, áður en miskunnsemin og örlætið fær að flóa yfir erlendar grundir. - Eins og margoft hefur verið bent á , mundi öll þróunar og hjálparstarfseim í heiminum leggjast af ef þessi rök væru góð og gild. -
Svanur Gísli Þorkelsson, 5.10.2009 kl. 10:36
Ef við förum út í það Svanur Gísli þá er iðrunin eiginlega forsenda náðarinnar. Ódýr náð væri þá náð án iðrunar!!
Sigurður, þú ert í skylmingarstellingum. Ég skal skylmast við þig síðar! MBkv. baldur
Baldur Kristjánsson, 5.10.2009 kl. 10:54
Samkvæmt Lúther verða menn hólpnir fyrir trú sína og iðrun fyrir Guði en ekki verk sín. Þetta er því guðfræðilegur misskilningur hjá þér séra Baldur, hegðun kemur þessu ekkert við.
Þannig getur syndlaus maður orðið hólpinn ef hann öðlast trú, drýgir synd og iðrast fyrir brot sitt gagnvart Guði.
Sigurður Þórðarson, 5.10.2009 kl. 11:52
Vertu ekki of forhertur Sigurður. Náð er mis verðskulduð. Sjá ennfremur athugasemd nr. 3
MBkv. baldur
Baldur Kristjánsson, 5.10.2009 kl. 12:02
...trú án verka..lestu Jakobsbréf....kv. B
Baldur Kristjánsson, 5.10.2009 kl. 12:04
Er þetta ekk: OMG ég er svo sár yfir þessu Guddi, og þú rúlar... BANG ódýrasta náð í heimi... svo þarftu svo að borga smá til umboðsmanna náðarinnar.
Ná geimgaldrakarlsins byggir á að menn eru saklausir af öllu svo lengi sem þeir dýrka réttan guð
DoctorE (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 12:43
Er ekki að vænta vandlætingarpistils frá presti, um þöggun nú þegar uppvíst er um grófa tilburði til slíks innan ríkisstjórnar Íslands?
Presti var einmitt þetta efni mjög hugleikið fyrr á árinu man ég og taldi þá ólýðræðislega hegðun ef ég man rétt.
Þá hafði ég nú búist við öðrum viðbrögðum frá jafn lýðræðiselskandi jafnaðarmanni og presti en þeim að afgreiða Ögmund sem „þverhaus“ þegar jafn grímulaus skoðanakúgun er afhjúpuð innan ríkisstjórnar jafnaðarmanna undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur og nú er staðfest.
Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 12:57
Það var ekkert til að gefa, þetta voru allt saman tómar loftbólur og lígi og kjaftæði
Eyjólfur G Svavarsson, 5.10.2009 kl. 15:31
Ef ég man biblíusögurnar rétt þá er það ekki manna að dæma hverjir hljóta náð.
Sigurður Þórðarson, 6.10.2009 kl. 04:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.